Hugur - 01.01.2015, Page 168
Hugur 28/2016 – kallað eftir efni
Hugur – tímarit um heimspeki lýsir eftir efni í 28. árgang 2016. Þema
Hugar 2016 verður „Kerfi“. Heimspekin er oft skilin sem kerfisbundin
hugsun og viðleitni margra heimspekinga hefur verið að þróa yfirgrips-
mikil heimspekikerfi sem beita má til að öðlast skilning á veruleikanum.
Heimspeki á líka oft þátt í að gagnrýna og endurhugsa þau kerfi sem
mannleg samfélög byggja á. Síðustu ár hefur krafa um að endurhugsa
þurfi efnahagskerfi, menntakerfi, heilbrigðiskerfi og stjórnkerfi ríkja
heims orðið æ háværari. Hvað hefur heimspekin fram að færa í þessu
samhengi? Óskað er eftir greinum þar sem fengist er við að rýna í hlut-
verk og eðli heimspekinnar sem kerfishugsunar, eða þar sem heimspek-
inni er beitt til þess að varpa ljósi á kerfi samfélagsins.
Efni 28. árgangs afmarkast ekki við þemað. Greinar og þýðingar um
margvísleg heimspekileg efni eru velkomnar. Allar frumsamdar grein-
ar sem birtast í Hug fara í gegnum nafnlausa ritrýni og ákvarðanir um
birtingu eru teknar á grundvelli hennar. Viðmiðunarlengd greina er
átta þúsund orð að hámarki. Höfundar eru hvattir til að kynna sér leið-
beiningar um frágang sem finna má á Heimspekivefnum (mappa undir
fyrirsögninni FÁH/Hugur).
Skilafrestur efnis fyrir Hug 2016 er 15. júní 2016. Efni skal senda til
ritstjóra, Guðbjargar R. Jóhannesdóttur, grj5@hi.is. Þangað má einnig
senda fyrirspurnir.
* * *
Ert þú á netfangalista FÁH?
Áskrifendur Hugar og félagsmenn í Félagi áhugamanna um heimspeki
eru vel á fjórða hundraðið. Tilkynningar um fundi og aðra viðburði á
vegum félagsins eru að öðru jöfnu sendar út með tölvupósti. Því er brýnt
að félagsmenn séu (rétt) skráðir á netfangalista félagsins.
Ert þú skráð/ur á netfangalistann? Er skráningin rétt? Hafðu samband
við félagið með tölvupósti (fah@heimspeki.is) eða símleiðis í formann
félagsins, Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, í síma 868-5537.
Einnig bendum við á Facebook síðu félagsins, en auk tilkynninga um
viðburði setjum við þar inn ábendingar um áhugaverð heimspekileg efni.
Hugur 2015-5.indd 168 5/10/2016 6:46:03 AM