Úrval - 01.05.1953, Page 16

Úrval - 01.05.1953, Page 16
14 ÚRVAL hann minnkandi. Getur það valdið auknum snúningshraða jarðarinnar? Það er óvíst. Ef ís- inn bráðnar, rennur vatnið í sjóinn og í átt til miðbaugs og ætti það að draga úr snúnings- hraða jarðarinnar. Vér vitum að í iðrum jarðar er einnig ýmislegt að gerast. Möndull jarðarinnar er ekki kyrr, pólarnir færast svolítið til frá ári til árs og mánuði til mán- aðar. Það er ekki mikið, maður sem gengur um í stórri íbúð hreyfir sig eins mikið á fáeinum mínútum og norðurpóllinn á einu ári. Þessar hreyfingar pólanna eru óreglulegar, og menn þykjast hafa orðið þess varir að þær breyttu um stefnu við jarðskjálfta. Þekking vor á iðrum jarðar er takmörkuð. Vér lifum á yfir- borði hennar og dýpstu göng og borholur ná ekki nema 2—3 km. niður eða hálfan þúsundasta hluta af leiðinni til miðdepils jarðarinnar. En á 50—100 km. dýpi eiga rætur f jallanna að vera bráðnaðar í einskonar seigfljót- andi deig, sem ber uppi jarð- skorpuna með meginlöndum sín- um og úthöfum, líkt og hópur báta sem flýtur í hafnarkví. Það má líkja jörðinni við belg úr þunnu gleri, sem fullur er af fljótandi glóðheitu gleri. Belgur- inn hreyfist sennilega utan yfir innihaldi sínu, og við það ættu að myndast hringiður sem ganga þvert í gegnum iður jarð- arinnar, ósýnileg boðaföll sem byltast sitt á hvað. Og hugsan- legt er að þarna leynist orsök hinna ójöfnu breytinga á snún- ingi jarðarinnar sem stjörnu- fræðingarnir hafa getað mælt með hinum stóru pendúlklukk- um síðan á miðri sextándu öld. Og nú komum vér loks að þriðju og síðustu snúningsbreyt- ingunni, þeirri sem verður ár- lega. Áður fyrr þegar stjömu- fræðingur hafði tvær nætur í röð athugað hvernig sama stjarnan, titrandi eins og blóm á straumi tímans, hafði farið yfir þræðina í kíki hans, þá vissi hann að öll stjömuúr hans áttu að hafa gengið nákvæmlega 24 stundir, hvorki meira né minna. Jörðin snerist einn hring á þeim tíma, og eftir sama tíma kom sama stjarnan inn á sjónasvið kíkisins og mjakaðist yfir þráð- inn í miðju þess, — sem boð- skapur frá geimnum handan tunglsins þar sem allt endurtók sig í sífellu og alltaf á sama tíma. Þetta var líka svo þangað til kvartsúrið kom til sögunnar, en það er margfalt nákvæmara en eldri úr. Kvartsúrin byggja.st á sveiflum kristalla fyrir áhrif rafmagns.* Þegar farið var að nota þau kom í ljós að þau breyttu gangi sínum ef þau vora borin saman við gang stjarn- anna. En af því að öll kvartsúr breyttust eins gagnvart gangi * Sjá „Mæling- tímans“ í 1. hefti 11. árgangs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.