Úrval - 01.05.1953, Page 46

Úrval - 01.05.1953, Page 46
44 ÚRVAL að skilja, Karen. Hvað sem ég segi og geri er vitlaust . . . ég veit ekki hvað ég hef gert þér . . . ég reyni eins og ég get á hverjum degi . . . “ „Nei, þú skilur ekkert. Það er lóðið,“ segir hún. „Þú hefur aldrei skilið neitt. Það er ekki til neins að tala um það. Eruð þið búin? Verði ykkur að góðu.“ Rödd mömmu er ekki ráðlaus. En hún er nakin og einmana. Berit finnst eins og mömmu hennar sé kalt, kalt bak við nakta röddina. Nú eru tárin far- in að brenna í augum hennar. En það má enginn sjá það. Það er bara til að gera illt verra. Það er ekkert sem stoðar. En eitt er það sem Berit skil- ur ekki. Mamma er skynsöm og pabbi er heimskur, og samt er það mamma sem alltaf verður að þjást. Kannski eru það leyni- leg samtök milli allra pabba í heiminum að kvelja allar mömmur í heiminum þegar börnin sjá ekki til. Og svo sjá þeir stundum eftir því og reyna að þykjast vera góðir og skemmtilegir. En það er ekki til neins. Því mömmurnar vita hvernig þeir eru. Berit lítur allt í einu með þögulli heift á Þór. Hún veit að hann verður eins og pabbi þegar hann er orðinn stór, hann mun fylla diskinn sinn með mat sem honum þykir góður og glotta að mat sem honum þykir ekki góður, hann mun hlæja stórkallalega og segja kjánalegar sögur og eyða alltof miklum peningum og gleyma hve erfitt er að lifa. Verst af öllu er þó að Berit veit að hún verður eins og mamma hennar. Hvort sem hún vill eða ekki. Alltaf verður hú.i að gæta að öllu. Aldrei fær hún að gera það sem hana langar til. Alltaf verður hún að hugsa fyrir öllu, alltaf að vera skyn- samari, án þess það stoði neitt. Það verður aldrei neitt gam- an. Frammi í þröngri forstofunni rekast Berit og Þór á á leiðinni frá matborðinu. Og barmafull af þessari sömu óljósu, mátt- vana heift klípur hún fast í handlegginn á Þór. Þór rekur upp undrunarblandið sársauka- óp. „Það er allt saman þér að kenna,“ hvæsir Berit út á milli tannanna. Svo fer hún fram í eldhúsið til að hjálpa mömmu sinni að þvo upp. 03 -jfcr oo Petersen: Læknar fullyrða, að ekkert sé eins gott fyxir feg'- urðina og nægur og góður svefn. Hansen: Ja-há. Mig hefur lengi grunað, að vinnukonan okk- ar sé að búa sig undir að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Norsk Ugeblad.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.