Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 53

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 53
BRAUÐALDINAFLUTNINGARNIR MEÐ BOUNTY 51 Nelson og félagi hans settu nið- ur hinar ungu plöntur í potta í skýli á ströndinni. Bligh, er vissi um þann mikla vísinda- áhuga, sem tengdur var för hans, skrifaði nákvæma lýsingu á trjánum: „Hinir innfæddu telja átta tegundir brauðaldin- trjáa, sem þeir nefna hverja með sínu nafni . . . Munurinn á aldinunum er mestur á fyrstu og áttundu tegundinni. Á þeirri fyrstu er það stórt og aflangt; á þeirri áttundu er það hnöttótt og helmingi minna en af hinum tegundunum." En Bligh kom líka færandi hendi. Hann færði Tahitibúum nokkrar plöntur og athugaði hvað orðið hafði um gjafir úr fyrri ferðum. „Mér veittist sú ánægja,“ skrifaði hann, „að sjá og fá ávöxt sem þeir höfðu ekki þekkt áður en við komum. Og meðal þess sem þeir komu með um borð og buðu til sölu var pipar (capsicum), grasker og tveir kiðlingar.“ 1 þetta skipti færði hann þeim m. a. fræ af agúrkum, melónum, grænu salati og möndlum. „Af því að þeir hafa yndi af blóma- angan og konur þeirra skreyta sig angandi blómum færði ég þeim einnig rósaaldin.“ Hinn 31. janúar 1789, þegar undirbúningi heimfararinnar var að ljúka, skrifaði Bligh í dagbók sína: „í morgun skip- aði ég svo fyrir að allar kist- ur væru teknar í land og skip- ið þvegið að innan með sjóð- andi vatni til að drepa kaka- lakana. Það er mikil fyrirhöfn að halda skipinu lausu við meindýr . . . Með gildrum og góðum köttum losuðum við okkur við mýs og rottur.“ Hinn 31. marz skrifaði Bligh: „Nú eru allar plönturnar komnar um borð, í 774 pottum, 39 keröldum og 24 kössum. Brauðaldintrén eru 1015; auk þess höfum við safnað fjölda annarra plantna.“ Loks hinn 4. apríl, röskum fimm mánuðum eftir komuna til Tahiti, var Bounty ferðbúin til Vesturindía. Siglt var í vest- ur í stefnu á Góðravonahöfða Hinn 27. apríl, eftir skamma viðdvöl á einni Tongaeyjanna, skrifaði Bligh: „Hingað til hefur ferðin gengið að öllu leyti að óskum og allt sem gerzt hefur aðeins verið okkur til ánægju og skemmtunar.“ Morguninn eftir varð hin sögufræga uppreisn um borð. Það fyrsta sem uppreisnar- menn gerðu eftir að þeir höfðu náð skipinu á sitt vald og los- að sig við skipstjórann, var að fleygja farminum fyrir borð. Fáum stundum síðar flutu brauðaldintrén á öldum Kyrra- hafsins. Ferð Blighs, 5500 km leið í opnum báti, er ein af kunn- ustu sjóhrakningasögum heims- ins. 1 október 1789 var hann í Batavia á heimleið og þaðan skrifaði hann Sir Joseph Banks: „Þér munuð nú, herra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.