Úrval - 01.05.1953, Page 56
54
ÚRVAL
nokkrum dögum seinna til
Port Royal á Jamaica. Þar
setti hann á land það sem eft-
ir var af brauðaldintrjám og
þáði einnig þar veizlur og
gjafir að launum.
Þannig heppnaðist önnur til-
raun Blighs eins og bezt varð
á kosið, og eru þessir plöntu-
flutningar hans án efa ein-
hverjir þeir erfiðustu sem um
getur í sögu jarðræktarinnar.
Frökkum hafði lánast að flytja
örfá brauðaldintré á undan
Bligh, en Bligh hefur ætíð
fengið heiðurinn af því að hafa
flutt inn brauðaldinið til Vest-
urindía. Með aðstoð Banks
hafði hann sýnt hvernig fram-
kvæma mátti flutningana, og
sennilega eru flest þau brauð-
aldintré sem nú vaxa á Vestur-
indíum afkomendur þeirra
trjáa sem Bligh kom með.
Eftir nokkurra mánaða töf
vegna styrjaldar sem brauzt út
milli Frakka og Englendinga
sigldi Providence áleiðis til
Englands. Hún flutti með ýms-
ar verðmætar hitabeltisjurtir
handa grasgarðinum í Kew,
alls 1283 plöntur. Þann 7. ág-
úst var varpað akkerum í
Deptford og þar með var ferð-
in á enda.
Lítið hefur verið skráð um
móttökurnar sem Bligh fékk
í Englandi. Hann átti enn
marga óvildarmenn frá því
uppreisnin varð á Bounty, og
heimkoma hans varð tilefni
nýrra fjandsamlegra blaða-
skrifa. En þó mun hann hafa
fengið heiðurspening úr gulli
og 1801 var hann kjörinn félagi
í Konunglega brezka vísinda-
félaginu fyrir afrek sín í þágu
siglinga og grasafræði. Bligh
var áfram í flotanum og var
síðar gerður að varaaðmírál.
Frá 1806—10 var hann lands-
stjóri í Nýju Suður-Wales.
Hann bannaði innflutning á
brennivíni til nýlendunnar og
varð hann af því mjög óvin-
sæll. Hann dó 1817, 64 ára
gamall.
Þegar þess er gætt hve plant-
ekrueigendur á Vesturindíum
höfðu sótzt ákaft eftir brauð-
aldintrjánum, ollu móttökum-
ar sem þau fengu á eyjunum
vonbrigðum. Hinton East, einn
af hvatamönnum leiðangursins
og ef til vill einn fremsti
plantekrueigandi og jarðrækt-
armaður á Jamaica um þess-
ar mundir, dó skömmu áður en
Providence kom. Wiles garð-
yrkjumaður, sem varð eftir á
eyjunum til að líta eftir rækt-
un hinna nýju trjáa, lét í ljós
vonbrigði í bréfum til Banks.
Þó að brauðaldintrén döfnuðu
vel í hinum nýju heimkynn-
um sínum uppfylltu þau ekki
vonir plantekrueigendanna. Svo
virðist sem negraþrælunum
hafi ekki geðjast að ávöxtun-
um. Árið 1850 voru brauðald-
inin enn notuð nærri eingöngu
til skepnufóðurs — handa svín-
um og hænsnum.