Úrval - 01.05.1953, Side 56

Úrval - 01.05.1953, Side 56
54 ÚRVAL nokkrum dögum seinna til Port Royal á Jamaica. Þar setti hann á land það sem eft- ir var af brauðaldintrjám og þáði einnig þar veizlur og gjafir að launum. Þannig heppnaðist önnur til- raun Blighs eins og bezt varð á kosið, og eru þessir plöntu- flutningar hans án efa ein- hverjir þeir erfiðustu sem um getur í sögu jarðræktarinnar. Frökkum hafði lánast að flytja örfá brauðaldintré á undan Bligh, en Bligh hefur ætíð fengið heiðurinn af því að hafa flutt inn brauðaldinið til Vest- urindía. Með aðstoð Banks hafði hann sýnt hvernig fram- kvæma mátti flutningana, og sennilega eru flest þau brauð- aldintré sem nú vaxa á Vestur- indíum afkomendur þeirra trjáa sem Bligh kom með. Eftir nokkurra mánaða töf vegna styrjaldar sem brauzt út milli Frakka og Englendinga sigldi Providence áleiðis til Englands. Hún flutti með ýms- ar verðmætar hitabeltisjurtir handa grasgarðinum í Kew, alls 1283 plöntur. Þann 7. ág- úst var varpað akkerum í Deptford og þar með var ferð- in á enda. Lítið hefur verið skráð um móttökurnar sem Bligh fékk í Englandi. Hann átti enn marga óvildarmenn frá því uppreisnin varð á Bounty, og heimkoma hans varð tilefni nýrra fjandsamlegra blaða- skrifa. En þó mun hann hafa fengið heiðurspening úr gulli og 1801 var hann kjörinn félagi í Konunglega brezka vísinda- félaginu fyrir afrek sín í þágu siglinga og grasafræði. Bligh var áfram í flotanum og var síðar gerður að varaaðmírál. Frá 1806—10 var hann lands- stjóri í Nýju Suður-Wales. Hann bannaði innflutning á brennivíni til nýlendunnar og varð hann af því mjög óvin- sæll. Hann dó 1817, 64 ára gamall. Þegar þess er gætt hve plant- ekrueigendur á Vesturindíum höfðu sótzt ákaft eftir brauð- aldintrjánum, ollu móttökum- ar sem þau fengu á eyjunum vonbrigðum. Hinton East, einn af hvatamönnum leiðangursins og ef til vill einn fremsti plantekrueigandi og jarðrækt- armaður á Jamaica um þess- ar mundir, dó skömmu áður en Providence kom. Wiles garð- yrkjumaður, sem varð eftir á eyjunum til að líta eftir rækt- un hinna nýju trjáa, lét í ljós vonbrigði í bréfum til Banks. Þó að brauðaldintrén döfnuðu vel í hinum nýju heimkynn- um sínum uppfylltu þau ekki vonir plantekrueigendanna. Svo virðist sem negraþrælunum hafi ekki geðjast að ávöxtun- um. Árið 1850 voru brauðald- inin enn notuð nærri eingöngu til skepnufóðurs — handa svín- um og hænsnum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.