Læknaneminn - 01.04.1994, Page 160

Læknaneminn - 01.04.1994, Page 160
ti 1 viðveru á deild þar sem vitað er fyrirfram að ekkert er við að vera. Oneitanlega væri kostur að hafa kalltæki fyrir þá læknanema sem eru á vakt hverju sinni, svo tryggt sé að hægt sé að ná í þá þegar eitthvað er um að vera sem fróðlegt er fyrirþá að fylgjast með. Þannig nýttist tíminn betur því þeir gætu notað dauðan tíma á milli betur án þess að vera hræddir um að missa af. 1 stað þess að nota læknanema sem "journaladýr" verður að velja handa þeim tilfelli sem þeir geta lært af og fara yfir verk þeiiTa í kjölfar þess, en slíkt ætti að vera hluti af almennri deildarvinnu á morgnana. Eins og staóan er nú á mörgum deildum eru læknanemar í raun eingöngu að létta undir vinnu aðstoðarlækna með því að taka á móti og vinna upp sjúklinga, nánast án nokkurrar leiðsagnar. Við áætlum að læknanemar vinni sjúkraskýrslurfyriru.þ.b. 1400 sjúklinga á barna- og kvennadeild ár hvert, en sérfræðingar fara einungis yfir brot af þeim. Sérfræðingarþurfa að koma miklu meira inn í kennslu læknanema, sem þeir hafa varpað að miklu leyti yfir áaðstoðarlækna. Nauðsynlegt er að allt starfsfólk háskólasjúkrahúsa líti á kennslu læknanema sem hluta af starfseminni. Sem dæmi um skort á þessu viðhorfí má nefna að læknanemar bera auðkenniskort með lit sem greinir þá frá öðru fólki sem vinnur í nánum tengslum við sjúklinga. Auka verður völd kennslustjóra og kennslunefndar til þess að hrinda breytingum á kennslufyrirkomulagi í framkvæmd vegna þess að margir forstöðumenn kennslugreina virðast ósveigjanlegir til þess að breyta, þráttfyrirviljakennslunefndarognemenda. Stundum virðist það gleymt fyrir hvem læknanámið er, en fyrir þá sem hafa gleymt því skal minnt á að það er fyrir læknanema. Huga má að því að breyta forsendum fyrir ráðningu kennara. 1 kennslustöður eru helst ráðnir menn sem eru virkir í rannsóknum á sínu sviði og er það á margan hátt jákvætt með það í huga að auka rannsóknir í Læknadeild. Hins vegar þarf að hafa það í huga að þeir sem eru virkir í rannsóknum og skrifa flestar greinar eru ekki endilega bestu kennararnir. Oft er það svo á deildum að þeir sem eru hvað duglegastir við að kenna læknanemum em þeir sent ekki fá sérstaklega borgað fyrir það. Þar sem nú er boðið upp á rannsóknarverkefni og valtímabil þar sem nemendur velja sér leiðbeinanda þarf að tryggja það að slíkir leiðbeinendur fái greitt fyrir starf sitt svo þeim læknum sem ekki hafa kennslustöðu sé kleift að taka að sér læknanema. Læknanemar eiga sæti í deildarráði og á deildarfundum og hafa atkvæðisrétt í öllum málum nema mannaráðningum. Þar skýtur svolítið skökku við, því að læknanemar hafa gott vit á því hverjir em hæfír kennarar og hverjir ekki Það er því ein af kröfum læknanema að fulltrúarþeirra hafi atkvæðisrétt þegar verið er að ráða í kennslustöður. Við mat á umsækjendum mætti líka leita umsagnar nemenda á kennsluhæfileikum viðkomandi. Gæta þarfaðþví að menn staðni ekki í kennslustarfínu. Þess eru mörg dæmi á deildum að nemendur fái nær fullkomið kennsluskipulag í hendur í byrjun námskeiðs sem ekkert reynist á bak við þegar á reynir og skipulagið því í raun innihaldslaust. Kennarar taka líka oft á móti læknanemum af gömlum vana frekar en áhuga. I þessu sambandi má minna á mál sem rætt er í öllum deildum Háskólans, þ.e. æviráðning prófessora. Það er augljóst að nemendur vilja að starf kennara sé endurskoðað reglulega. Það ætti aðverajafn augljóst að kennarar óski þess einnig, svo þeir geti fylgst með því hvort þeir eru á réttri braut í starfi. Slík endurskoðun hlýtur að vera hvatning fyrir kennara að standa sig í starfí og efla kennslugrein sína og þeir sem gera vel þurfa ekki að vera hræddir um að tapa stöðunni. Æviráðning prófessora er mál sem taka þarf á fyrr en síðar til að koma í veg fyrir að deildir Háskólans sitji uppi með steinrunna forstöðumenn kennslugreina sem koma i veg fyrir að hægt sé að bæta og þróa kennsluna. Læknadeild á ljóslifandi dæmi um slíka stöðnun. Eitt af því sem nemendur á öllum árum eru óánægðir með, er að þeir eru ekki látnir vita ef fyrirlestrar falla niður eða kennarar skipta á timum. Einnig mættu menn halda sig betur við niðurröðun fyrirlestra í stundaskrá. Kennarar þyrftu að bera miklu meiri virðingu fyrir tíma nemenda. Læknanemar hafa allir ákveðnar skoðanir um læknanámið og á þessari stuttu ráðstefnu komu fram ýmsar hugmyndir. Margar þessara hugmynda eru einfaldar og ætti að vera auðvelt að framkvæma með vilja og lítilli fyrirhöfn, en gætu breytt miklu. Upp kom sú hugmynd að auka tengsl nemenda við kennslustjóra, t.d. með því að efna til fundar í lok hvers námsárs. Slík umræða þarf að vera á málefnalegum grundvelli en stundum hefur verið misbrestur á því. Hér á eftir koma fram hugmyndir um kennsluskipulag hvers árs fyrir sig. 146 LÆKNANEMINN I 1994 47. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.