Skírnir - 01.01.1863, Síða 46
48
FRJETTIR.
Belg/*.
var þab stabarbúum mjög móti skapi, og lögöu þeir a& konungi
og báím hann eigi meira a& gjöra. Bæjarstjórinn, van Loos, flutti
þetta mál fyrir honum, en hann tók þvert fyrir, kvazt hafa vilna&
borginni í öllu, er hann hafi mátt, en hjer yr&i sta&ar a& nema.
Hann minntist þess, a& hann sjálfur hef&i lagt líf sitt i hættu, er
borgin var sótt hersóknum, og svo myndi hann enn gjöra ef sama
yr&i á biigi. Var& flutningsnefndinni heldur hverft vi& svo striö orö
af hálfu konungs, en varö a& fara heim vi& svo búi&. Kom nú
mikil óþykkja í kaupmenn vi& bæjarstjórana, og kvá&u þá hafa
sótt máliö me& litlum skörungskap. Vi& þetta sög&u margir af
þeim af sjer embættum, og þar meö sjálfur bæjarforstjórinn. En
um máliö varö þó að fara sem konungur vildi og hafði úrskur&aö.
Belgir hafa gjört verzlunarsamning vi& Englendinga, og lýtur
a& frelsi og rífkun í öllum kaupskiptum, eins og allir þessháttar
samningar á vorum tímum.
Landiö hefur átt a& sjá á bak ágætum manni, Pjerre Dieu-
donné Verhaegen. Hann var or&lag&ur mælskuma&ur og öflugasti
8tyrktarma&ur frelsis og hverskyns framfara í landinu ; var um nokkur
ár forseti fulltrúaþingsins og frá byrjun fjárhagsvör&ur háskólans í
Briissel. Hann átti þátt í a& koma þessum háskóla á stofn og
hefur áskili& honum eptir sinn dag 100 þús. franka af eignum sínum.
H o 11 a n d.
Innihald: Djarfmæli Hollendinga í Frakkafur&u. I.ög um lausn mans-
manna. Sikisgröptur. Bæjarbruni.
A& þvi leyti stendur eins á fyrir Hollendingum og Dönum, a&
hvorirtveggju eru vi& þýzka sambandið ri&nir. En sá er munurinn,
a& Hollend. hafa komiö sjer svo vel vi&, a& þjó&verjar geta ekki
eins bekkzt til vi& þá eins og Dani. Enda gjöra Hollendingar sjer
fulldælt vi& sambandið og láta ávallt erindsreka sinn í Frakkafur&u
veita Dönum í atkvæ&agrei&slu. þegar atkvæ&i voru greidd um
uppástungu Austurrikis um þjó&kjörið lögrjettuþing (sjá greinina um
Austurríki), tók sendibo&i þeirra skýrt fram, a& Luxemborgar- og
Limborgarmenn byggju svo vel a& lögum, og þeim þætti svo mikiö
komi& undir sjálfsforræ&i til lagasetninga, a& þeir myndu aldri leyfa