Skírnir - 01.01.1864, Page 53
Belgía.
FKJETTIR.
53
Konungur er jafnan traustaathvarf frænda sinna og venzlamanna
til heilræha. Albert prinz, maSur Bretadrottningar, var bróBir
hans; sííian hann anda&ist hefir hún sótt hann aS rá&um í flestum
efnum, er snerta ættar efea heimilishag. Or& hefir verið haft á því,
að drottningin væri nú á stundum eigi með öllu geðheil, og í hyggju
myndi haft að láta son hennar, prinzinn af Wales, taka við rikis-
forræði. Leopold konungur ferðaðist í byrjun marzmán. (þ. á.)
til Lundúna, og ætluðu menn erindi hans vera, að sjá hjer til
hollræða með ættfólki sínu.
H o 11 a n (I.
Framfarir og þrifnað'ur landsins; Svertingjar á Vestureyjum; þingið fær
ráð yfir fjárhag nýlendanna. Júbílhátið.
Að Bretum undanskildum hefir engin þjóð komið betri og
fastari grundvelli undir ríkislíf sitt en Hollendingar. Hjá þeim er
allt frelsi í bezta blóma. Ráðaneyti konungs er af frelsismanna
flokki, en formaður þess heitir Thorbecke, einn enn mesti ágætis-
maður Hollendinga. Hann átti mestan þátt í umbótum þeim, er
gjörðar voru 1848, og hefir mikið síðan á aukizt; auk ens full-
komnasta ritfrelsis, hefir verið lögleidd frjáls sveitastjórn, og trúar-
frelsi með fullum aðskilnaði á ríki og kirkju. Ar af ári er fjölgað
járuvegum og skurðum bæði á heimalandinu og nýlendunum, enda
er til slíks varið á ári allt að 10 miHjónum gyllinaJ. Ríkis-
skuldum er stórum hleypt niður árlega, og á 15 árunum seinustu
hafa verið borgaðar 227 millj. gyllina. — Vjer gátum þess í fyrra,
að Hollendingar gáfu þrælum sínum lausn á Vestureyjum; þetta
gafst hið bezta, og yrkigarðar hafa drjúgum hækkað í verði síðan,
þvi svertingjar leggja nú miklu meir að sjer með vinnu, er þeir
ráða vist sinni og kaupi. — Konungur hefir til þessa sjálfur ákveðið
skatta og útgjöld til landsþarfa á nýlendum Hollendinga í Austur-
álfu. Nú hefir hann selt þessi fjárráð í hendur fulltrúaþingsins.
í þakklætisskyni var það ályktað í neðri málstofu þingsins, að reisa
nýja þinghöll og láta vera í minningu grundvallarlaganna, er
Gyllini Hollendinga jafngilda hjerumbil 4Vi marki dönsku.