Andvari - 01.03.1968, Side 9
ANDVARI
KRISTINN ÁRMANNSSON REKTOR
7
hann verðlaun frá konungi fyrir jarðrækt. Kona Tómasar Guðmundssonar
var Margrét Jónsdóttir frá Bessastöðum við Hrútafjörð, Olafssonar.
Guðmundur gullsmiður Tómasson var kallaður „forstöndugur, sæmi-
lega að sér“. Kona hans var Sesselja Sveinsdóttir, Hannessonar, prests á
Kvennabrekku, Björnssonar. Segir um hana: „Hún var handyrðakona, rétt
vel að sér“. — Eitt af börnum Guðmundar gullsmiðs Tómassonar og Sesselju
Sveinsdóttur var Sveinn Guðmundsson, bóndi á Þórólfsstöðum, faðir Katrín-
ar, móður Kristins rektors.
Sveinn bóndi Guðmundsson á Þórólfsstöðum var giftur Halldóru Jóns-
dóttur frá Höskuldsstöðum í Laxárdal, Jónssonar. Dætur þeirra voru þær
Margrét, er átti Dalhoff Halldórsson gullsmið á Þórólfsstöðum, síðar í
Reykjavík, og Katrín, er átti Ármann skipasmið Jónsson, föður Kristins
rektors.1)
Af framanskráðu má ljóst verða, að Kristinn var að ætt og uppruna
fyrst og fremst Dalamaður, þó að hann væri fæddur á Snæfellsnesi. Þegar
lengra er rakið, kemur einnig fram, að sumir forfeður hans eru Húnvetn-
ingar. Af hinum slitróttu heimildum má einnig sjá, að auk þess að vera
bændur, hafa forfeður hans og formæður verið mikið hagleiksfólk, eink-
um móðurætt hans. Má segja, að hagleiksgáfan gangi eins og rauður þráður
í gegnum móðurætt hans. En Ármann, faðir hans, var einnig orðlagður
smiður, eigi aðeins á tré og járn, heldur var hann einnig gullsmiður. Hafði
hann lært gullsmíði hjá svila sínurn, Dalhoff gullsmið Halldórssyni, og
fengið sveinsbréf í þeirri iðn. Hefur Skafti Ólafsson, trésmiður, tengda-
sonur Ármanns, látið svo um mælt við þann, er þetta ritar, að tengdafaðir
sinn hafi verið þjóðhagasmiður. Hafi hann smíðað marga báta vestra, enda
sjálfur stundað útróðra þar og verið skipstjóri á opnum bátum. Hafi hann
að sínum dómi verið maður skarpgreindur.
A búskaparárum sínum á Saxahóli stundaði Ármann smíðar jafnframt
búskapnum. Var hann á þeirn árum einnig hreppstjóri í Breiðavíkurhreppi.
Varð hann stundum vegna atvinnu sinnar að vera að heiman svo að dög-
um skipti, t. a. m. þegar hann var fenginn til að smíða utan um. Kom það
þá að sjálfsögðu i hlut húsfreyju að gæta bús og barna. Mun henni á stund-
1) 011 þessi vitneskja um ættir Kristins rektors er fengin úr hinu mikla og merka ætt-
fræðiriti séra Jóns Guðnasonar, „Dalamenn". Er miklu meiri fræðslu að fá um þessar ættir þar,
' III. hindi er einnig birt ágæt mynd af foreldrunt Kristins,