Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 11
ANDVARI
KRISTTNN ÁRMANNSSON RIiKTOR
9
til júníloka, er inntökuprófið var þreytt. Hefur Kristinn sjálfur getið þessa
lofsamlega í grein sinni í bókinni „Minningar úr Menntaskóla". Er ekki
að efa, að þessir ágætu og ósérplægnu mannkostamenn hafi með fræðslu-
starfi sínu komið mörgum efnilegum unglingi til manndóms og mennta,
sem ella hefði orðið að sitja eftir með sárt enni líkt og Stephan G. Stephans-
son skáld hefur lýst svo átakanlega í frásögn sinni af því, er hann haustið
1866 í Víðimýrarseli mátti horfa á eftir skólasveinum, m. a. Indriða Ein-
arssyni, kunningja sínum og sveitunga, fara ríðandi suður til náms í Latínu-
skólann.1) Elvað hefði hann ekki viljað til vinna þá að geta orðið þeim
samferða?
II
Menntaskólaárin.
Þeir unnu í tryggð við erfðir feðra vorra,
og æska skólans með þeim gekk
til móts við Caesar, Ovid, Ara og Snorra,
sem áttu vini í hverjum bekk.
Tómas Guðnmndsson.
Kristinn Ármannsson þreytti inntökupróf inn i 1. bekk Menntaskólans
vorið 1909. Það ár brautskráðust síðustu stúdentarnir eftir gömlu reglu-
gerðinni, þ. e. a. s. voru prófaðir í grísku og latneskum stíl. Samt voru
þau fræði ekki öllum bcillum horfin, þó að á móti blési. Þegar síðustu
,,lærðu stúdentarnir" kvöddu skólann, steig inn fyrir þröskuld bans ungur
sveinn, sem það átti fyrir að liggja að gerast ötull merkisberi klassískra
fræða innan skóla og utan.
Með byrjun skólaársins 1904—1905 bafði gengið í gildi hin nýja
reglugerð fyrir skólann, (dags. 9. sept. 1904), í neðsta bekk fyrst, þannig
aÖ skólaárið 1909-1910 er bún komin á í öllum bekkjum. Samkvæmt
þessari nýju reglugerð skyldi skólinn nú ekki lengur heita „Latínuskólinn”
eða „Hinn lærði skóli“, heldur „Hinn almenni menntaskóli". Skiptist
hann í tvær deildir með þremur ársbekkjum í bvorri. Nefndist neðri deildin
gagnfræðadeild, en hin efri lærdómsdeild. Gagnfræðapróf eftir hinni nýju
reglugcrð var fyrst þreytt vorið 1907, en stúdentspróf vorið 1910.
1) Sigurður Nordal: Stephan G. Stephansson, maðurinn og skalclið, bls. 41 o. áfr.