Andvari - 01.03.1968, Síða 14
12
JÓN GÍSLASON
ANDVARI
sig, hvernig ætti að þýða á ensku ,,að rjúfa þing“. Kristinn sat við næsta
borð fyrir framan Daníel. Sagðist Daníel því hafa haft rnikinn hug á að
fá þetta orð hjá vini sínum, Kristni. En það hafi verið hægara sagt en
gert, því að langt bil hafi verið milli borða. Og sem hann er í þessum
hugleiðingum, kemur kennarinn, sem sat yfir, Þorleifur H. Bjarnason,
og sezt virðulega, svo sem honum var lagið, í sæti við hliðina á Daníel.
Virtust nú öll sund lokuð. Þorleifur var við og við að glugga í bók. Að
lokum hugsar Daníel með sér, að annaðhvort verði nú að hrökkva eða
stökkva. Þegar Þorleifur lítur næst í bókina, segir Daníel út um það
munnvikið, sem frá sneri Þorleifi: ,,rjúfa þing“. Þorleifur verður þess
áskynja, að einhver var að segja eitthvað, hrekkur við og segir: „Hver
var að tala?“ Stendur hann síðan upp og fer þangað, sem hann ætlar að
hljóðið hafi komið. En Kristinn hafði gjörla heyrt, hvaðan hljóðið kom,
skrifaði á blað orðin ,,to dissolve" og hélt þannig á því, að Daníel, sem
hafði óvenjulega skarpa sjón, tókst að lesa það. Sannaðist hér, sem oftar,
að „ber er li\rer að baki, nema bróður eigi“. Einnig sýnir þessi litla frá-
saga, sem er svo einkennandi fyrir skólanemendur eins og þeir hafa verið
fyrr og síðar, að jafnvel skólameistarar og aðrir virðulegir embættismenn
hafa líka verið ungir og mannlegir, þó að hver ný skólakynslóð eigi stund-
um bágt með að trúa því1.)
Daníel kveður sér næsta minnisstæðar skólahátíðirnar, þegar allur
skólinn, bæði nemendur og kennarar, hélt fylktu liði út fyrir bæinn á
fögrum vordegi. Var loks stanzað á einhverjum hentugum stað og þreyttar
alls konar íþróttir og farið í leiki við mikla og almenna gleði. Voru kenn-
arar engu síður virkir þátttakendur en nemendur. Aðeins einu sinni kvað
Daníel gamanið hafa gránað, svo hann muni til. Það kom í hlut Daníels
rð þreyta glímu við einn kennarann. Kvaðst Daníel hafa komið á hann
góðu bragði og lagt hann svo rækilega, að hann hafi oltið út í móa. Kvað
Daníel þenna kennara aldrei hafa getað fyrirgefið sér byltuna, enda kannske
ekki örgrannt um, að átökin hafi verið harðari, af því að Daníel var lítt
gefið um þá námsgrein, sem kennarinn var fulltrúi fyrir.
Annað atvik frá einni slíkri skólahátíð kvað Daníel sér vera ógleyman-
legt. Það var þegar þeir kennararnir, Jóhannes Sigfússon og Bjarni Sæ-
1) Sbr. það, sem Kristinn hefur sjálfur sagt um það efni í „Minningum úr Mennta-
skóla", bls. 264.