Andvari - 01.03.1968, Side 18
16
JÓN GÍSLASON
ANDVAM
stund á klassísk fræði. Kristinn segir í greininni, sem áður hefur oft verið
vitnað í: „Eg get ekki látið hjá líða í þessu sambandi að minnast kennara,
sem að vísu kenndi ekki þá við skólann, — hann gerði það seinna, — séra
Friðriks Friðrikssonar, sem fyrstur leiddi mig inn í töfraheim latínunnar,
þegar ég var í 3. bekk. Eru mér kennslustundirnar hjá honum ógleyman-
legar, því að hjá honurn fór saman hrennandi áhugi, glöggur skilningur,
djúpur lærdómur og innileg aliið og ástríki."
Þó að Kristinn minnist allra kennara sinna með djúpri virðingu og
þökk, þá er ekki um að villast, að séra Friðrik skipaði í huga hans sér-
stakan heiðurssess, enda hélzt vinfengi þeirra órofið til æviloka.
Séra Friðrik var vaxinn upp úr skólabókarstaglinu, því að honum
hafði tekizt með brennandi áhuga og daglegri iðkun latínunnar að ná full-
um tökum á þessari dásamlegu tungu. Ilann var vel heima í ritum gull-
aldarhöfundanna latnesku og var víðlesinn í ýmsum öðrum latneskum
höfundum. Flann umgekkst því hina klassísku auctores sem hollvætti og
hjartansvini. Hann var sem kóngssonurinn, er yfirstigið hafði allar hindr-
anir og brotizt hafði inn í álagahöllina og vakið Þyrnirós af gerningasvefni,
leyst hana úr álögum. Það er tvennt ólíkt að geta faðmað að sér og kysst
glaðvakandi kóngsdóttur eða dást aðeins að múmíu, þó að fögur sé. Hið
lifandi samband séra Friðriks við latínuna og klassískan anda skynjuðu
ungir menn, sem hann tók sér við hönd og leiddi ,,inn í töfrahcima"
hennar. Á hinn bóginn bar séra Friðrik djúpa lotningu fyrir Fatínuskól-
anum og Menntaskólanum, arftaka hans, og hinum mörgu ágætismönn-
um, sem þar höfðu staifað fyrr og síÖar. Mun því varla ofmælt, að það
hafi einmitt einkum verið séra Friðrik, sem fyrstur beindi huga hins unga
efnismanns í átt til klassískra mennta og studdi hann fyrstu sporin á þeirri
hraut.
Séra Friðrik hafði stofnað KFUM í Reykjavík árið 1899, þ. e. a. s.
nokkrum árum áður en foreldrar Kristins fluttu til bæjarins. Á þeim tím-
um mun varla hafa veiið um önnur æskulýðsfélög að ræða. Er öllum.
sem til þekkja, ljóst, hve mikilvægt og heilladrjúgt starf séra Friðrik vann
fyrir hina upprennandi kynslóð með því að búa henni griöastað í bæjar-
lífinu, á örlagaríkum tímamótum. Reykjavík var óðum að breytast úr þorpi
i horg. Æskulýðurinn, sem jafnan er svo næmur og áhrifagjarn, var oft
áttavilltur, átti erfitt með að halda jafnvægi í umróti og byltingum hinnar