Andvari - 01.03.1968, Síða 19
ANDVARI
KRISTINN ÁRMANNSSON REKTOR
17
öru þróunar. Séra Friðrik kom þá sem kallaður. Hann kenndi eigi aðeins
kristindóm, heldur hafði hann einnig tileinkað sér fullkomlega allt hið
bezta í menningararfleifð vorri og hinum klassísku fornbókmenntum. Hitt
var og eigi síður mikils um vert, hversu sýnt honum var um að ræða alla
þessa hluti við unglinga þannig, að þeir vöknuðu til umhugsunar um
vandamál lífsins, manndómur þeirra efldist og hugarfar þeirra göfgaðist.
Er ekki að efa, að fundum þeirra Kristins og séra Friðriks hafi fyrst
borið saman í KFUM. Þessi staður var þá sem gróðrarvin fyrir unga drengi.
Það var munur að sitja við fótskör séra Friðriks í KFUM og eiga hjá hon-
um vísan skilning og hjartahlýju eða steypa sér út í sollinn á götunni,
þegar komið var út af heimilinu.
í skólaskýrslu Menntaskólans 1960—61 er prentuð minningarræða,
sem Kristinn rektor flutti urn séra Friðrik 18. marz 1961. Þar segir m. a.:
,,En auk þess kenndi hann fjölda mörgum piltum, sumum alveg undir
skóla, öðrum einstakar greinar skólans, einkum latínu, og tók aldrei einn
eyri fyrir. Mætti telja upp langa runu nemenda hans frá ýmsum tímum,
en ég læt mér nægja að nefna tvo: frá eldri tímum sjálfan mig og frá
seinni tímum núverandi menntamálaráðherra,1) en báðum kenndi hann
okkur latínu. Hygg ég, að sú kennsla sé oss báðum ógleymanleg, og a. m. k.
mér ómetanleg."
III
Námsárin í Kawpmannahöfn.
Sífelld iðni guðdómseldinn góða
glæðir samt og eflir fríða dáð.
Ben. Gröndal.
Þegar Kristinn Armannsson hóf nám við háskólann í Kaupmannahöfn,
geisaði heimsstyrjöldin fyrri. Eftir langt og farsælt friðartímabil, höfðu
þjóðir Evrópu skyndilega vaknað upp við vondan draurn.
Svo sem kunnugt er, tókst þjóðum Norðurlanda í það sinn að sneiða
hjá hinum hrikalega hildarleik. En hitt er þarflaust að taka fram, að ófrið-
1) Þ. e. dr. Gylfi Þ. Gíslason.
2