Andvari - 01.03.1968, Page 20
18
JÓN GÍSLASON
ANDVARI
urinn hafði djúptæk áhrif á líf einstaklinga og þjóða í þessum löndum.
Milli vonar og ótta fylgdust menn með stríðsfréttum. Mikið rót komst á
hugi manna. Margt gekk úr skorðum, sem áður hafði staðið traustum
fótum.
I „A Confession-Book", sem síðar verður nánar að vikið, kemur í ljós,
að Kristinn hefur (30. 12. 1916) varpað fram spurningunni: „Vil Verdens-
krigen blive Menneskehedens sidste Krigr“ — Af svörunum má ráða, að
íslenzku stúdentarnir hafa verið mjög á einu máli um, að svo muni ekki
verða. Trausti Olafsson, síðar efnafræðingur, segir: „Nej. — Fordi de
enkelte Indeviders og Nationers Interesser aldrig vil blive de samme."
Páll Skúlason, síðar ritstjóri, svarar einnig neitandi, á sinn gamansrma
hátt: „Nej! — Vi má jo ha’ lidt motion engang imellem, selvorn den som
oftest har lidt uheldige vendinger."
Bjarni Jósefsson, síðar efnafræðingur, er þó vantrúaðastur allra á friðar-
vilja manna, því að hann svarar spurningunnni þannig: „Nej, absolut ikke!
— Naar Mennesket har sine vitale Interesser at forsvare vil det altid tage
sin Tilflugt til de kraftigste Vaaben, som Omstændighederne tillader,
hvad enten det nu er Kanoner eller Brosten. Tager man Vaabnene fra det,
vil det bruge Næverne. Amputerer man dets Hænder, vil det sparke.
Amputerer man ogsaa Benene, vil det hide. Trækker man derpaa Tæn-
derne ud, — ja, saa er vedkommende nok moden til „den evige Fred“ —
paa Ivirkegaarden!" — Þetta svar er skrifað 8. 3. 1920. Einmitt þessi spurn-
ing, hvort takast mundi að tryggja varanlegan frið, var alls staðar ofar-
lega á baugi á þessum árum. Þess vegna er eðlilegt, að hún væri rædd
í hópi íslenzku stúdentanna í Höfn þá.
Kristinn Ármannsson hlaut Garðstyrk, en kaus heldur að fá hann
greiddan í peningum og leigja sér herbergi í borginni frernur en að flytja
inn á Garð, þar sem hann óttaðist, að þar gæti stundum orðið ónæðissamt.
Fararefni voru af skornum skammti og því var um að gera, að tíminn nýtt-
ist sem hezt við langt og erfitt nám. Bjó Kristinn öll sín námsár á sarna
stað, Fredericiagade 59. Leigði hann þar herbergi hjá öldruðum hjónurn.
Þessi staður má heita í miðborginni og tiltölulega skamrnt þaðan til há-
skólans.
Sambekkingur Kristins og einhver nánasti vinur hans, einnig á náms-
árunum í Kaupmannahöfn, og æ síðan, meðan báðir lifðu, var Flelgi