Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 24
22
JÓN GÍSLASON
ANDVARI
English Language (1905), Modern English Grammar on Historical Prin-
ciples (1909—31) o. £1.
Ohætt mun að fullyrða, að Kristinn hafi stundað háskólanám sitt af
hinni sömu samvizkusemi og alúð, sem honum var lagin við öll sín störf.
Enginn nemur latínu og grísku að gagni án þess að kosta til miklu erfiði
og viljafestu. Danskir stúdentar, sem nema klassísk fræði, hafa víst að
heita má undantekningarlaust lokið stúdentsprófi við latínuskóla, þar sem
kennd er mun meiri latína en við máladeildir menntaskólanna hér og auk
þess talsvert í grísku. Aðstaða íslenzkra stúdenta í þessum greinum er því
miklu verri en innlendra manna. En hezta sönnun þess, að Kristni hafði
tekizt að jafna þenna aðstöðumun, er embættispróf hans, sem hann lauk
sumarið 1923 með hárri L einkunn. Vann Kristinn þó jafnan með náminu.
Af slíkum störfum má nefna t. a. m. þýðingar og skriftir fyrir próf. Finn
Jónsson.
Sennilega hefur þessi kunningsskapur Kristins við próf. Finn leitt til
þess, að hann var fenginn til að kenna íslenzku þáverandi sendiherra
Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn, John Dyneley Prince (f. 1868), sem
var hálærður málfræðingur. Hafði hann verið prófessor í semízkum mál-
um við New-York-háskóla (1892—1902), Colombia-háskóla (1902—15) og
prófessor í slafneskum málum við Colombia-háskólann (1915—21). Prófessor
Prince var sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn 1921—26.
Kristinn hafði bæði gagn og gaman af þeim starfa að kenna þessum
lærdómsmanni íslenzku. Greiddi sendiherrann vel kennsluna og stundum
bauð hann Kristni einnig í veizlur í sendiráðinu.
A stjórnarskrifstofu Islands í Kaupmannahöfn var Kristinn ritari 1917
— 18, og raunar að einhverju leyti allt til 1920, undir stjórn Jóns Krabbe.
Kristinn bar æ síðan djúpa virðingu fyrir þessum gamla húsbónda sínurn
og kvaðst mikið hafa af honum lært. Að Jón Krabhe hafi einnig kunnað
að meta Kristin og störf hans, kemur greinilega fram í endurminningum
hans: ,,Frá Hafnarstjórn til lýðveldis“, hls. 51—52: „Á ófriðarárunum að-
stoðaði Héðinn Valdimarsson okkur, en hann lagði þá stund á hagfræði,
greindur maður með skilning á fjárhagsmálum, og höfðum við miklar
rnætur á honum; en þrátt fyrir gáfur og þekkingu komst hann, þótt undar-
legt megi virðast, sem aðstoðarmaður við almenn skrifstofustörf aldrei til