Andvari - 01.03.1968, Side 42
HARALDUR ÓLAFSSON:
Guðir og selir í trúarbrögðum
Eskimóa
Maðurinn er sú dýrategund, sem útbreiddust er unr jörðina. Hann hefur
tekið sér bólfestu í regnskógum hitabeltisins, frjósömum sléttum tempraða beltis-
ins, aldingörðum í 1 jótadala. Hann reisir tjöld sín á hásléttum Tíbets og á Sahara-
söndum — og bann tendrar lampa sína í langnætti heimskautalandanna. Maður-
inn er á sífelldri hreyfingu úr einum stað í annan. Hann hefur tekið sig upp
með allt sitt haíurtask og farið þúsundir kílómetra í leit að nýjum veiðisvæðum.
Urn árþúsundir hefur mannkynið blandazt og mótazt um alla jörð. Maðurinn
hefur skapað menningu með því að leggja til atlögu við náttúruna, reynt að
sveigja hana undir vilja sinn, og með því að notfæra sér þau náttúrugæði, sem
kostur var á, tókst honum að ná valdi á umhverfinu. Hver hópur fann sína að-
ferð til þess að láta sér líða sem bezt. Yfirgnæfandi meirihluti mannkynsins hefur
fyrir langa löngu safnazt saman á þeim svæðum tempraða beltisins, þar sem skil-
yrði voru bezt til fjölþættrar og vaxandi menningar. Þar voru ræktunarskilyrði
ágæt og loftslag þægilegt. Hámenning reis aðeins þar, sem saman fór frjósöm
mold og þægilegur hiti í grennd við vatn. En nokkrir hópar manna urðu útundan
af einhverjum ástæðum, — þeir fylgdust ekki með nágrönnum sínum eða þeim
var ýtt í burtu. Þessir hópar urðu að sætta sig við erfið kjör og fátækt, en jafn-
framt urðu þeir að finna aðferð til þess að draga fram lífið við erfiðar aðstæður.
Þeir byggja útsker og eyðisanda, frumskóga og freðmýrar. Þessir hópar manna
hafa um langan aldur haldizt við á afskekktum stöðum, og enn þann dag í dag
eru þeir liingað og þangað um jörðina og hfa svipuðu lífi og forfeður þeirra hafa
gert árþúsundum saman.
Llm allt norðurhvel jarðar, frá Norður-Noregi, um Rússland og Síbiríu norð-
anverða að Beringssundi, og þaðan alla leið til Angmagsalik á austurströnd Græn-
lands, hafast við veiðiþjóðir, sem skapað hafa sérstæða menningu. Menning Lappa
og Eskimóa er skyld, og valda þeim skyldleika fyrst og fremst svipaðar aðstæður.