Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 46
44
HARALDUR ÓLAFSSON
ANDVARl
2.
Menning Eskimóa er veiðimenning. Þeir hvorki sá né uppskera, fæði og
klæði fá þeir ekki af húsdýrum, og þeir kaupa ekki varning hjá nágrönnum sín-
um. Þeir eru sjálfum sér nógir um alla hluti, og þótt þeir noti járn úr strönduð-
um skipum eða hirði upp af götu sinni muni, sem hvítir rnenn hafa týnt, breyt-
ir það engu urn það, að þeir nota eingöngu það, sem þeir finna í umhverfi sínu
til lífsviðurværis. Hér verður ekki rakin menningarsaga Eskimóa né skýrt frá
verklegri menningu þeirra. Þjóðfræði nútímans spyr fyrst og fremst um heild-
ina, samspil hinna ýrnsu þátta í félagslífi hópa og þau lögmál, sem gilda urn
form og eðli samfélagsins. Til þess að gefa nokkra hugmynd um trúarbrögð og
andlega menningu Eskimóa hef ég valið að skýra frá þessum menningarþáttum
rneðal Eskimóa á Mið-svæðinu, sem svo er kallað. Er þá átt við svæðið vestan
og norðanvert við Hudsonflóa, á Baffinslandi og á svæðunum kringum segul-
pólinn. Labrador-Eskimóar eru skyldir þessurn hópum menningarlega, og hrein-
dýra-eskimóarnir á Barren Grounds vestur af Hudsonflóa tilheyra þeirn. Hóp-
arnir við sundin norður úr Hudsonflóa eru mest einkennandi fyrir þessa Eski-
móa og menningu þeirra (Northwest Passage). Á þessu svæði stunda Eski-
rnóar hreindýraveiðar á haustin og fram á vetur, en síðan selveiðar af ísnum
fram á vor. Á sumrin veiða þeir fisk í ám og vötnum. Til hægðarauka kalla ég
þessa hópa Mið-Eskimóa, og er þá átt við þrjá hópa: Iglulik-Eskimóa, Netsilik-
Eskimóa og Kopar-Eskimóa, sem Vilhjálmur Stefánsson rannsakaði fyrstur manna
vísindalega. Þessir hópar voru mjög skyldir, og samskipti þeirra voru talsverð, en
þó ekki meiri en svo, að þeir röktu ekki saman ættir sínar. Boas sýndi fyrstur fram
á skyldleika þeirra. Þessir hópar skiptast í marga undirhópa, sem hver urn sig
er eiginlega stór fjölskylda, og er kenndur við bústaðinn. Einkenni menningar
Mið-Eskimóa er, að þeir hafa enga fasta bústaði, og snjóhúsið og tjaldið eru
einu húsakynni þeirra. Þá eru hreindýraveiðamar mjög mikilvægar fyrir af-
komu þeirra. — Þeir hafa náð frábærri leikni í selveiðum af ís og verkfæri
þeirra og veiðitæki eru hugvitsamlega gerð, enda þótt þau séu ekki falleg
eða mikið nostrað við útlit þeirra. Þá eru það tvö önnur atriði, sem eru ein-
kennandi fyrir menningu þessara hópa öðru fremur, en það eru hin óteljandi
boð og bönn, sem gilda í samfélaginu, og hinn strangi aðskilnaður lands og
sjávar í daglegu lífi og viðhorfum fólksins. Þessi tvö síðasttöldu atriði verða
uppistaða greinar þessarar.
Að öllu samanlögðu er hreindýraveiðin stærri liður í fæðuöflun Mið-Eski-
móa en selveiðin, en selveiðarnar gegna langtum meira hlutverki við mótun
trúarlífsins en hreindýraveiðarnar. Þetta fólk er á ferðalagi árið um kring, sífellt
í leit að bráð. Vilhjálmur Stefánsson reiknaði út, að hóparnir væru sjaldan lengur