Andvari

Årgang

Andvari - 01.03.1968, Side 48

Andvari - 01.03.1968, Side 48
46 HARALDUR ÓLAFSSON ANDVARI Stet’ánsson hefur einnig mótað þá kenningu, að hver þjóðflokkur þroskist bezt á því að nýta gæði síns landssvæðis. Og þar að auki sýndi hann fram á, að unnt væri að ferðast óhindrað um öll lönd norðurhjarans, aðeins ef menn lifðu sams konar lífi og Eskimóarnir. Kopar-Eskimóar eru menningarlega mjög skyldir Netsilik-Eskimóum og tala meira að segja sömu mállýzku og þeir. Meðal þeirra var skáldskapur á hærra stigi en meðal annarra Eskimóa. Þeir stunduðu líka þorskveiðar á vetrum í stærra stíl en nágrannar þeirra í suðri og vestri. Áður fyrr stunduðu þeir sauðnautaveiði, en sauðnautin eru nú horfin af þessum slóðum. Verkmenning þeirra er frumstæðari en tíðkast meðal ná- granna þeirra. Nafn sitt draga þeir af því, að á Viktoríueyju er dálítið af koparmálmi, sem þeir kaldhamra og nota í skutulodda og hnífa. Þeir selja nágrönnum sínum kopar. Þetta eru þá hinir þrír hópar Eskimóa, sem ég ætla að kynna örlítið nánar. í trúarbrögðum þeirra og andlegu líli birtast áhrif umhverfisins og samspil hinna ýmsu þátta menningar þeirra einkar vel, og eru þeir að því leyti mjög forvitnilegt rannsóknarefni þjóðfræðingum. 3. Boð og bönn þau, sem eru svo algeng meðal Eskimóa, eru því aðeins skiljan- leg, að athuguð séu trúarbrögð þeirra almennt og þær hugmyndir, sem þeir gera sér um æðri máttarvöld og þau lögmál, sem ríkja í alheimi. Þessi máttarvöld, eða guðir, ráða yfir veðri og veiðidýrum og þar með allri afkomu fólksins. Guðir þessir eru yfirleitt fremur þokukenndir í hugum Eskimóa, og greinileg mynd er aðeins til af einurn þeirra, Sedna, gjafara veiðidýra. Um það er deilt, hvort þessi máttarvöld eiga skilið heitið guðir. Ég hef þó valið þann kostinn og kalla þau guði, enda er hér urn persónugerð máttarvöld að ræða — í flestum tilvikum — og þau grípa inn í líf manna. Þessir guðir þekkj- ast ekki aðeins rneðal Mið-Eskimóa, heldur meðal allra hópa Eskimóa frá Deznev- höfða í Síbiríu til Angmagsalik á Austur-Grænlandi. Þeir eru þó ekki dvrkaðir. Menn óttast þá og hata suma þeirra, og fórnir eru mjög óalgengar. Þessi öfl eru ill í sjálfum sér, en hættuleg fyrir þá sök, að þau refsa mönnurn af hörku fyrir allar yfirsjónir þeirra og þá einkurn, ef þeir fylgja ekki þeim boðurn og bönnurn, sem forfeður þeirra hafa mælt fyrir um. Þetta kerfi boða og banna er til þess að halda við jafnvægi í tilverunni, eins og Pólar-Eskimóar orða það. Mið-Eski- móar kalla þessi nráttarvöld einu nafni ,,ersiqisavut“, þau sem við óttumst, eða „mianerisavut", þau sem við forðumst og treystum ekki of vel. Þessir guðir eru raunverulegir í andlegu lífi Eskimóa. Þeir hafa samið urn þá goðsagnir, og í trúarlífinu gegna þeir miklu hlutverki. Merkastur þess- ara guða er Sedna, konan einhenda, sem ræður yfir veiðidýrununr og ferðurn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.