Andvari - 01.03.1968, Page 49
ANDVARI
GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESICIMÓA
47
Mið-Eskimóar veiddu sel á ísnum um háveturinn. Myndin er tekin í leiSangri Knud
Rasmussens um Kanada 1921—23.
þeirra og stjórnar þannig lífi Eskimóa á algeran og afdrifaríkan hátt. Sila er
annar guðdómur, sem ýmsir hópar Eskimóa hafa mikla trú á. Sila er persónu-
gervingur veðurs og ræður yfir himni og andrúmslofti. Þriðji guðdómurinn, sem
miklu hlutverki gegnir, er máninn, sem er eins konar frjósemiguð. Ýmsir aðrir
guðir þekkjast meðal Eskimóa, en hlutverk þeirra er ekki eins ákveðið og hlut-
verk Sednu, Sila og mánans.
Fyrst er þá að geta Sednu nokkru nánar.
Sedna er sennilega mjög gamall guðdómur meðal Eskimóa. Hans Egede
skýrir frá dýrkun hennar á Grænlandi í byrjun 18. aldar, og þær sögur, sem
hann og Poul sonur hans kunna af henni að segja, eru því sem næst samhljóða
þeim sögum, sem af henni gengu um allt Eskimóasvæðið á ámnum milli 1920
og 1930. Bendir þetta til þess, að sagnir um hana hafi verið búnar að fá fast
form fyrir a. m. k. sjö til átta öldum. (Er þá gert ráð fyrir, að sagnirnar hafi í
síðasta lagi borizt til Grænlands frá Kanada á 12. öld.)
Sedna ber ýmis nöfn (heitið Sedna er frá Miðsvæðinu). Þessi guðdómur er
kvenkyns og er „eigandi" veiðidýranna (Hultkrantz hefur sýnt fram á skyld-
leika hennar við sams konar guðdóma meðal ýmissa veiðiþjóða, sbr. Paulson).
Thalbitzer hefur rannsakað heiti hennar. Á Austur-Grænlandi er hún kölluð
Sattuma eeva, en það þýðir „andi hafsins (djúpanna)“. Á Vestur-Grænlandi kall-