Andvari - 01.03.1968, Page 51
ANDVARI
GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA
49
inni, ekkert veiðist og hungrið er á næstu grösum. Faðir hennar dvelst í húsi
hennar, og í sumum sögum er maður hennar í hundsgervi þar líka. Þegar faðir
liennar hjó til hennar, missti hún annað augað, og annar fótur hennar er kreppt-
ur, og staulast hún þannig einhend og eineygð á einum fæti um húsið, illviljuð,
hefnigjörn og allsráðandi um velferð mannanna.
Þegar Sedna hefur lokað veiðidýrin inni og ekkert veiðist, er það hlutverk
angakokksins (töframannsins) að fara á fund hennar, blíðka hana og fá hana til
þess að sleppa dýrunum út. Er það í því fólgið, að hann hreinsar óhreinindi úr
hári hennar. Þessi óhreinindi koma frekar við sögu síðar.
Sedna er fyrst og fremst verndari hvala, sela og rostunga. Sums staðar er
hún þó talin vera eigandi hreindýranna líka. Til þess að gefa nokkra hugmynd
um sagnirnar um Sednu læt ég hér fylgja kafla úr lýsingum þeirra Egede-feðga
á því, hvernig Grænlendingar hugsuðu sér Sednu og bústað hennar. „Elún býr
lengst niðri á hafsbotni," skrifar Hans Egede. „Hún ræður yfir öllum dýrum
í hafinu, einhyrningum, rostungum, selum og öðrum slíkum. í skálinni, sem er
undir lainpa hennar og lýsið, sem fer yfir barrn hans, rennur í, synda sjófuglar.
Varðflokkurinn fyrir dyrum hennar er hópur sela, sem standa uppréttir og
glefsa í hvern þann, sem reynir að fara inn.“
Poul Egede segir eftirfarandi sögu, sem eins gæti verið skrifuð upp eftir Eski-
móum við Hudson-flóa fyrir nokkrum áratugum, því að aðferðir töframanna þar
voru nákvæmlega hinar sömu og frá var sagt á Grænlandi á 18. öld:
„Ókunnugur töframaður (angekok) sagði mér þetta: Neðst í jörðu býr stór,
vond kona, sem kölluð er amma Tornarsuks, í ákaflega stóru húsi, sem ekki verð-
ur skotið yfir af boga. Þessi kona ræður yfir öllum skepnum, sem í hafinu eru,
— þar eru heimafólk hennar: hvalir, einhymingar, selir, mjaldur o. s. frv.
í lýsisskálinni undir lampa hennar syndir mikill fjöldi alls kyns sjófugla. Við
dyrnar á húsi hennar eru hópar sela, sem rísa upp á afturhreifana og glefsa til
þeirra, er þar fara inn, — það leyfist einungis töframanni, sem þangað kemur
ásamt hjálparanda sínum. Er þeir fara í þá för, verða þeir fyrst að fara fram
hjá sálum hinna dauðu, sem eru í útliti eins og þeir voru í jarðlífinu. Þegar
komið er framhjá þeim, verður fyrst fyrir breið og djúp hringiða niður í jörðina.
Þar yfir verða þeir að komast, — en ekki verður þar tyllt fæti nema á hjól, sem
er hált eins og ísflaga og þyrlast í hringi af ofsahraða. Hjálparandinn leiðir töfra-
manninn þar yfir. Því næst korna þeir að stórum katli, þar sem soðnir em lifandi
selir. Loks koma þeir til bústaðar ömmu andskotans (Egede kallar hana Fandens
Oldemoder). Hjálparandinn tekur þá í hönd töframannsins og leiðir hann fram
hjá varðsveit selanna. Dyrnar eru breiðar. Síðan liggur leiðin yfir línu, sem
4