Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1968, Page 51

Andvari - 01.03.1968, Page 51
ANDVARI GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA 49 inni, ekkert veiðist og hungrið er á næstu grösum. Faðir hennar dvelst í húsi hennar, og í sumum sögum er maður hennar í hundsgervi þar líka. Þegar faðir liennar hjó til hennar, missti hún annað augað, og annar fótur hennar er kreppt- ur, og staulast hún þannig einhend og eineygð á einum fæti um húsið, illviljuð, hefnigjörn og allsráðandi um velferð mannanna. Þegar Sedna hefur lokað veiðidýrin inni og ekkert veiðist, er það hlutverk angakokksins (töframannsins) að fara á fund hennar, blíðka hana og fá hana til þess að sleppa dýrunum út. Er það í því fólgið, að hann hreinsar óhreinindi úr hári hennar. Þessi óhreinindi koma frekar við sögu síðar. Sedna er fyrst og fremst verndari hvala, sela og rostunga. Sums staðar er hún þó talin vera eigandi hreindýranna líka. Til þess að gefa nokkra hugmynd um sagnirnar um Sednu læt ég hér fylgja kafla úr lýsingum þeirra Egede-feðga á því, hvernig Grænlendingar hugsuðu sér Sednu og bústað hennar. „Elún býr lengst niðri á hafsbotni," skrifar Hans Egede. „Hún ræður yfir öllum dýrum í hafinu, einhyrningum, rostungum, selum og öðrum slíkum. í skálinni, sem er undir lainpa hennar og lýsið, sem fer yfir barrn hans, rennur í, synda sjófuglar. Varðflokkurinn fyrir dyrum hennar er hópur sela, sem standa uppréttir og glefsa í hvern þann, sem reynir að fara inn.“ Poul Egede segir eftirfarandi sögu, sem eins gæti verið skrifuð upp eftir Eski- móum við Hudson-flóa fyrir nokkrum áratugum, því að aðferðir töframanna þar voru nákvæmlega hinar sömu og frá var sagt á Grænlandi á 18. öld: „Ókunnugur töframaður (angekok) sagði mér þetta: Neðst í jörðu býr stór, vond kona, sem kölluð er amma Tornarsuks, í ákaflega stóru húsi, sem ekki verð- ur skotið yfir af boga. Þessi kona ræður yfir öllum skepnum, sem í hafinu eru, — þar eru heimafólk hennar: hvalir, einhymingar, selir, mjaldur o. s. frv. í lýsisskálinni undir lampa hennar syndir mikill fjöldi alls kyns sjófugla. Við dyrnar á húsi hennar eru hópar sela, sem rísa upp á afturhreifana og glefsa til þeirra, er þar fara inn, — það leyfist einungis töframanni, sem þangað kemur ásamt hjálparanda sínum. Er þeir fara í þá för, verða þeir fyrst að fara fram hjá sálum hinna dauðu, sem eru í útliti eins og þeir voru í jarðlífinu. Þegar komið er framhjá þeim, verður fyrst fyrir breið og djúp hringiða niður í jörðina. Þar yfir verða þeir að komast, — en ekki verður þar tyllt fæti nema á hjól, sem er hált eins og ísflaga og þyrlast í hringi af ofsahraða. Hjálparandinn leiðir töfra- manninn þar yfir. Því næst korna þeir að stórum katli, þar sem soðnir em lifandi selir. Loks koma þeir til bústaðar ömmu andskotans (Egede kallar hana Fandens Oldemoder). Hjálparandinn tekur þá í hönd töframannsins og leiðir hann fram hjá varðsveit selanna. Dyrnar eru breiðar. Síðan liggur leiðin yfir línu, sem 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.