Andvari - 01.03.1968, Page 56
54
HARALDUR ÓLAFSSON
ANDVARl
móum. Meðan konurnar unnu að saumunum, máttu mennirnir ekki stunda
neins konar veiðiskap. Þeir gerðu þá hreinlega ekki neitt nema eta og sofa.
Það var yfirleitt alltaf bannað að sjóða samdægurs kjöt af sel og hreindýri,
og mátti ekki einu sinni láta kjöt af þessum skepnum vera í sama húsi. Sérfræð-
ingar um eskimóamenninguna þykjast hafa komið auga á þá staðreynd, að þessar
reglur um hinn stranga aðskilnað hafs og lands hafi veriÖ flestar þar, sem straum-
ar og aðrar ytri aðstæður gerðu vetrarveiðar á ísnurn hættulegar. Hins vegar dró
mjög úr þessum reglurn inni í landi eða þar, sem hafið lagði snemma og ísinn
lá allt til vors. Þetta sama fyrirbæri þekkist frá Polynesíu, þar sem reglur í sam-
bandi við veiðar eru margbrotnar, þegar farið er út fyrir lónin. En aftur á móti
eru engar sérstakar varúðarreglur í sambandi við veiðar inni á lónunum (sbr.
Malinovski). Refsingin fyrir að fylgja ekki þessum bönnum var alltaf gæftalevsi
bg veiðiskortur. Meðal þeirra reglna, sem fylgja bar, var að ekki mátti sjóða
hreindýrakjöt yfir eldi, sem haldið var logandi með grasi. Hreindýrin lifa á grasi,
og það mundi móðga sál þeirra, að gras væri notað til að kynda undir kjöti þeirra.
Það er eftirtektarvert, að aðrar reglur gilda um hreindýr, sem skotin eru með
örvum, en þau, sem drepin eru með byssukúlu. Langtum færri reglur eru tengdar
veiðunum með byssu. Bendir það eindregið til þess, að erfiðleikarnir við að ná
dýrunum hafi haft áhrif á mótun þeirra siða og boða, sem í gildi voru við veið-
arnar. Gæta þurfti mikillar varúðar, þegar gestir komu. Gat svo borið við, að
gestirnir hefðu etið selkjöt þann dag, en heimamenn hins vegar hreindýrakjöt,
og urðu þá öll viðskipti að fara fram með rnestu gát. Víða var siður, þegar gestir
kornu, að heimakonur gengu ásamt börnum sínum í kringum sleða gestanna og
„lokuðu" þannig inni þá illu anda, sem fylgdu gestunum. Sums staðar var bann
við því að nota sömu stígvél við selveiðar og hreindýraveiðar.
Síðari hluti september og fram í miðjan október var að mörgu leyti bezti tími
ársins. Þá er yfirleitt til nægjanlegt fæði, ef hreindýraveiðin hafði ekki brugðizt,
en það gerðist mjög sjaldan. Búið var að verka skinnin, og konurnar voru önnum
kafnar við að sauma föt fyrir hinn langa og stranga vetur, sem fram undan var.
Karlmennirnir höfðu kornið því svo vísdómslega fyrir að þeir máttu ekkert verk
vinna að boði æðri máttarvalda, og eyddu því tímanum í leiki og skemmtanir.
Reyndar eru margir þeirrar skoðunar, að það eitt, að fólk hafði nóg að eta, hafi
í sjálfu sér verið næg ástæða til þess að gera sér dagamun. Vafalaust hefur það
haft sín áhrif og mótað þessa iðjuleysisdaga, en hinu má ekki gleyma, að jafn-
framt verður úr þessu eins konar hátíð, sem er ekki með öllu óskyld uppskeru-
hátíðum akuryrkjuþjóða. Annað merkilegt atriði, sem Mauss og Beuchat bentu
á fyrstir manna, er, að sumarið er nánast án trúarathafna af nokkru tagi meðal