Andvari - 01.03.1968, Side 70
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON:
í HERS HÖNDUM
Stórþjóðirnar liafa haft mikil umsvif í nálægari Austurlöndum og gert sitt
til að auka spennu þar og hindra eðlilega stjórnmálaþróun. Sexdagastríðið og
tildrög þess varpa ljósi á þetta atferli, sem mótast af tillitslausri hagsmunabaráttu
ásamt vanþekkingu og vanmati á þarlendum smáþjóðum.
Orð de Gaulle: „Eg sagði þeim að hleypa ekki af fyrsta skotinu," spegla Irug-
arlreim ,æðstu manna' og áhyggjur leiðtogans af gengi sínu og frankans hjá
Aröbum, eftir að franskar þotur höfðu skakkað leikinn.
Hlutur Rússa er sýnu meiri. I Súez-deilunni sáu þeir sér leik á borði arabíska
markaðsins og fylltu hann m. a. vopnum og vopnaviti. Þeir leystu þýzku her-
fræðingana af hólmi á Egyptalandi, og í Sínæauðninni var búizt um rammlega
eftir rússneskri fyrirsögn. Reist var þreföld virkiskeðja með „óvinnandi" hvelf-
ingurn og margslungnum jarðgöngum, og allt umhverfis voru jarðsprengjur
og fallbyssuhreiður. Markmiðið var síðan að ögra óvinunum, ginna þá til árásar
og tortíma þeim síðan. Þessi skipan hentaði vel óbreyttum hermönnum, sem
herðust fyrir lífi sínu, en vissu á hinn bóginn ógerla, eftir hverju væri sótzt
handan landamæranna.
Rússneski herskólinn gerir ráð fyrir alræði hershöfðingjanna og heftir frum-
kvæði undirmanna. Samrýmist þetta þjóðfélagsháttum og ekki sízt tilvist ger-
eyðingarvopna. Skólinn á vel við egypzka einræðið, sem treystir ekki undirmönn-
um til stórræðanna.
Lagði Nasser þá allt í sölurnar til bjargar palestínskum flóttamönnum og ara-
bískum heiðrir Ferill hans segir okkur aðra sögu. Hann skipulagði þrotlausa und-
irróðurs- og byltingarstarfsemi í flestum arabískum löndunr, jafnt konungsdæm-
um sem öðrum. Hann reyndi stöðugt að auka þörf fyrir egypzkan her á álitlegum
stöðum, samanber Jemenþráteflið og áveituframkvæmdir norðan Galíleuvatns.
Hugur Nassers stefndi til auðlinda og hráefna frændríkjanna. Þetta kom enn
í Ijós í sexdagastríðinu. Nákvæmustu hernaðaráætlanir Egypta (sem hafa verið
Höfundur, Þorgeir Þorgeirsson læknir, dvaldist í ísrael 1964—1967.