Andvari - 01.03.1968, Page 73
ANDVARI
í IIERS HÖNDUM
71
voru þeir fákunnandi og sátu oft magrasta landið, auk þess sem áföll urðu af
malaríu og áreitni bedúína, drúsa og fleiri þjóðflokka.
Loks eftir ártuga baráttu og tilraunir (meðal annars á búnaðarskóla frá
1870) þótti sýnt, að ekkert minna en skilyrðislaus sameignarbúskapur með fullri
samábyrgð og jafnrétti gæti hafið menn upp úr meðalmennskunni og ráðið úr-
slitum.
Lífsviðhorf samyrkjubúanna mótaði seinna ísraelska herinn, þar sem sérstök
áherzla er lögð á hlutverk og ábyrgð hins óbreytta hermanns.
Eftir aldamótin hélt innflutningur gyðinga áfram, fyrst undir eftirliti Tvrkja,
síðan Breta. Um 1930 varð nokkurt hlé vegna atvinnuleysis í ísrael, en eftir
1932 varð hann óstöðvandi, einkum frá Þýzkalandi, og braut af sér allar hömlur
Breta. Kom þá til vaxandi árekstra við Araba í Palestínu, sem grunaði, að þeir
myndu verða í minnihluta, áður en lyki. Bretar, sem höfðu lýst yfir stuðningi
við stofnun þjóðarheimilis gyðinga, sáu sér hag í því að halda við vonum Araba
um hið gagnstæða. Þeir gengu hart fram í að takmarka tölu innflytjenda og
þjálfuðu Araba í vopnahurði. Þannig áttu þeir mikinn þátt í, að allt komst j
óefni, og misstu að lokum traust beggja.