Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 74
72
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON
ANDVARI
Árið 1947 skiptu S. Þ. Palestínu milli gyðinga og Araba, en Jerúsalem fékk
sérstöðu. Arabar höfnuðu samþykktinni og réðust þegar inn í ísrael, og stóðu
bardagar í 8—9 mánuði. Var loks samið um vopnahlé, er tók að halla á Araba,
en Jórdanir héldu þó gömlu Jerúsalem og helztu helgistöðum gyðinga.
I þessum hildarleik komst rót á Palestínu-araba, og höfðu um 800 þúsund
flúið jarðir sínar í stríðslok. í trássi við áskoranir arabískra leiðtoga sátu þó um
300 þúsund sem fastast og sitja enn. Hinum var komið fyrir í búðum S. Þ. i
fjórum innrásarríkjanna, og hafa þær verið reknar fyrir bandarískt fé að tveim
þriðju hlutum.
Arabískir ráðamenn héldu fast við þá stefnu sína að neita tilvist ísraels, og
þeir töldu málstað flóttamannanna fyrir beztu að taka ekki við þeim, því að fvrr
eða síðar yrði hinn ,hernumdi hluti Palestínu' endurheimtur. Helstefnan var
mörkuð, og vígbúnaðarkapphlaupið hófst fyrir alvöru.
Af landfræðilegum ástæðum var ljóst, að ísraelski herinn gæti aldrei ,lokað‘
landamærum ríkisins eða tryggt öryggi allra byggðarlaga. Þeir þjálfuðu því sinn
fámenna her fyrst og fremst til sóknar, en aðra landsmenn, konur og karla, til
varnar. Sérhver árás skyldi goldin með útmældri gagnárás. Á hverri landspildu
yrði vopnfærum íbúum að rnæta, og byggðin var færð út á yztu nöf, að landa-
mærunum, þar sem varðflokkar héldu uppi ,ögrandi‘ ferðurn dag og nótt.
Um og eftir 1950 voru skæruliðar Jórdana athafnasamastir, enda hafði jór-
danski herinn í fullu tré við hinn ísraelska. Eftir valdatöku Nassers sigu Egyptar
á með fulltingi austurevrópskra vopna, og 1955—1956 voru hryðjuverkin við
Gaza og Sínæ í algleymingi.
Er Egyptar, Jórdanir og Sýrlendingar sameinuðu heri sína undir stjórn Amers
heitins, biðu ísraelsmenn ekki boðanna. Undir stjórn Dæjans tóku þeir Sinæ-
skagann í skyndisókn og opnuðu jafnframt siglingaleiðina til Eilat. í þann mund
er yfir lauk, hófu Bretar og Frakkar hernaðaraðgerðir við Súez í því skyni að
tryggja sér áframhaldandi tök á skurðinum. Hér var greinilega um að ræða sam-
ræmdar aðgerðir, sem rýrðu málstað ísraels og bendluðu bann við ,heimsvalda-
stefnu*.
S. Þ. voru nær einhuga um að kveðja ísraelsmenn burt af skaganum, en
gátu ekki veitt tryggingu gegn því, að allt rynni í sama farið að nýju. Banda-
ríkjamenn áttu síðan mestan hlut að því að telja Israelsmenn á að hlíta þessu.
Áður lýsti ísraelska stjórnin yfir því, að hún myndi telja lokun Tíransunds
árásaraðgerð.
Tilskipun Nassers á þessu stigi var sú að hætta hryðjuverkum, en láta til
skarar skríða, er yfirburðir Araba væru orðnir tvímælalausir.