Andvari - 01.03.1968, Side 80
78
ÞORGEIR ÞORGEIRSSON
ANDVARI
haldlitlar, og virkin voru beinlínis óhult fyrir flugárásum. Þetta var því tilefni,
sem ísraelski herinn hafði beðið eftir, enda ekki laust við, að hann hlyti stundum
ámæh fyrir aðgerðarleysið hjá íbúum Galíleu og Húladals. Uppgöngunni verður
ekki lýst hér, en það kostaði hroðalegar sviptingar að brjótast í gegn. Framhaldið
varð auðsóttara, og létti undir, að sýrlenzka stjórnin hélt heilu herfylki í Dam-
askus af ótta við byhingu.
Þriðju styrjöld ísraelsmanna var lokið, en eðli hennar skiptir aðrar smáþjóðir
sérstöku máli. Ymsir hafa minnt á gagnáhrif heimsviðburðanna í þessu sambandi
og talið, að íramferði Bandaríkjamanna í Víetnam hafi stuðlað að hroðvirkni
Rússa í nálægari Austurlöndum.
Valdastreita stórveldanna hefur vissulega komið hart niður á þessum slóðum.
í Arabalöndunum hafa þau hlaðið undir úrelt stjórnarform og hindrað eðlilega
þróun stjórnmála. Andi konungshalla og herskóla ríkir, en frjálslyndari öflum,
t. d. meðal menntamanna, er haldið utangarðs.
Persónudýrkun tíðarandans leggur blessun sína yfir þessa stöðnun. Eða hver
kann að nafngreina forsætisráðherra Líbanons, sem er þó þróað lýðræðisríki og
eina grannríki ísraels, sem lætur það í friði?
Vegna lykilstöðu Egyptalands hlaut að fara meiri sögum af því, og Nasser
hefur ekkert til sparað. Sem stórhuga umbótamaður vann hann tímabært verk,
er hann hnekkti konungsvaldinu og rétti hlut þjóðar sinnar gagnvart gömlu
nýlenduveldunum. Hann varð aflgjafi þeirrar vakningar, sem stefndi að arabískri
endurreisn og fullkomnu sjálfstæði og einingu arabaþjóðanna, en ekki samruna
eins og stundum heyrist. Er stjórnmálin innanlands léku í höndum hans, færð-
ist hann meira í fang og hóf víðtæk afskipti af málum annarra Arabaríkja. I
nafni þjóðernisstefnu skyldi afturhaldsstjórnum bylt. Síðan varð ljóst, að nasser-
sinnar skyldu einir vera verðugir að taka við völdum. Magnaðist nú úlfúð og
tortryggni meðal Araba, en baráttuaðferðir Nassers urðu æ óvandaðri, og er
Jemenstríðið átakanlegt dæmi um það.
Eitt gátu leiðtogarnir þó yfirleitt sameinazt um, fordæminguna á ísrael. Vís-
asta leiðin til vinsælda hjá fjöldanum var að sýna hana í verki, enda stóð eymd
flóttamannanna fólki fyrir hugskotssjónum. Hver, sem seildist til valda í heimi
Araba, varð að geta sýnt ísrael í tvo heimana.
Með framlagi sínu til Asvanstíflunnar, sem var góðra gjalda vert, höfðu Rúss-
ar tryggt sér forréttindi í Egyptalandi. Áform Nassers grundvölluðust á vopna-
flóðinu, sem fylgdi í kjölfarið, og það hentaði hagsmunum Rússa ámóta vel.
Hvor réð ferðinni hverju sinni, er álitamál, en Ijóst er, að Nasser varð stöðugt
háðari Rússum, og þessi þróun gekk í berhögg við arabíska þjóðernisstefnu. Það