Andvari - 01.03.1968, Side 85
SVERRIR KRISTJÁNSSON:
Áfangar á leið íslenzkrar
sjálfstæðisbaráttu
i
Þjóðfundurinn 1851.
Þegar rætt er um Þjóðfund íslendinga árið 1851, er sambandið milli íslands
og evrópskrar sögu áþreifanlegt og öllum mönnum sjáanlegt. Jafnvel nafnið
sjálft á þessu íslenzka þingi, sem hóf störf sín 5. júlí og var hleypt upp 9. ágúst
1851, er þýðing á erlendum orðum, sem notuð voru um sérstaka tegund lög-
gjafarþinga árið 1848. I byltingum þessa árs, sem bera nöfn febrúar- og rnarz-
mánaða, var víða um Evrópu kosið til löggjafarþinga, er höfðu það að megin-
verkefni að semja grundvallarlög eða stjórnarskrár. Hið fyrsta þing af þessari
gerð var Þjóðfundur Frakklands, er kom saman 5. maí 1848 og sat á rökstólum
í rúmt ár. Þessi franski Þjóðfundur fékk samið nýja stjórnarskrá handa Frakk-
landi, en arftaki hans, löggjafarsamkoman, var leyst upp með hervaldi 2. des-
ember 1851. Þjóðfundur Þýzkalands hóf störf 10. maí 1848, en síðustu leifum
hans var hleypt upp með hervaldi 18. dag júnímánaðar 1849. Prússneska Þjóð-
fundinum var stefnt saman 22. maí 1848, en var leystur upp 5. desember sama
ár. Hinn 22. júlí 1848 var samskonar þjóðfundur, kallaður Ríkisþing, settur
i Vínarborg, en einnig þessu þingi var tvístrað í byrjun rnarz 1849. 1 veldi
Danakonungs kusu uppreisnarmenn í hertogadæmunum Slesvík-Holstein Þjóð-
þing, kallað Landesversammlung. Þjóðfundur þessi sat á rökstólum frá 15. ágúst
til 16. sept. 1848 og hafði þá hraðsoðið stjórnarskrá handa hertogadæmunum,
en sú stjórnarskrá varð aldrei framkvæmd, því að danska stjórnin fékk unnið
bug á uppreisninni og tengt hertogadæmin aftur Danmerkurríki. Þjóðfundur
íslendinga var síðastur í röð þessara grundvallarlagaþinga í Evrópu og laut
sömu örlögum og þau. Það mátti vera íslendingum nokkur huggun, að sætt
er sameiginlegt skipbrot.
Ég hygg, að það sé ekki ofmælt, að viðburðir ársins 1848 hafi valdið skjót-