Andvari - 01.03.1968, Síða 92
90
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVAHI
eru gerðabækur danska ríkisins — Statsraadets Forhandlinger, á tímabilinu
1848—1863. Það er athyglisvert, að í gerðabókinni er hvergi minnzt á Slesvíkur-
málið, þegar rætt er um að fresta Þjóðfundinum, heldur eru ástæðurnar allt
aðrar. Það var á fundi ríkisráðsins 6. maí 1850, að Rosenörn innanríkisráð-
herra, sem fyrir skömmu hafði verið stiftamtmaður á íslandi og var þar öllum
hnútum kunnugur, lagði til að fresta Þjóðfundinum. Hann ber fyrir sig ósk
hins nýja stiftamtmanns, Trampe greifa, um frestun, en í annan stað flytur
hann ráðherrunum erindi um það, hvernig pólitísk andspyrnuhreyfing hafi
vaxið á íslandi, einkum upp á síðkastið. I framhaldi af því lagði hann til, að
sent yrði nokkurt herlið ásamt lögreglusveit til Reykjavíkur. Einnig þótti hon-
um ráðlegast að koma upp vígi í Reykjavík, þar sem hermennirnir gætu leitað
öryggis.
Bardenfleth dómsmálaráðherra, fyrrum stiftamtmaður á íslandi, lagðist ein-
dregið gegn því að senda herlið til íslands, því að það mundi vekja mikla reiði,
en ekki koma að neinu gagni utan Reykjavíkur. Eftir nokkrar umræður sam-
þykkti ríkisráðið að senda korvettuna Diönu til Reykjavíkur með svo marga
hermenn, að verjandi væri að þeir teldust til skipshafnarinnar, auk þess nokkra
undirliðsforingja, er gætu gegnt störfum lögreglumanna. Ennfremur skyldi
Trampe greifa vera veitt fullt vald yfir öllum embættismönnum og réttur til
að senda óróaseggi af landi brott til Danmerkur.
Frestun Þjóðfundarins var því nær eingöngu gerð vegna þeirra tíðinda, sem
stjórninni höfðu borizt um pólitíska ókyrrð á Islandi. Hér var helzt um að
ræða Skagfirðingareiðina í lok maímánaðar 1849. Um það mál allt hafði
Þórður Jónassen, settur amtmaður á Möðruvöllum, skrifað dómsmálaráðuneyt-
inu skýrslu um haustið 1849 og lagt til, að gerðar yrðu ráðstafanir til að refsa
þeim seku. Ráðuneytið hafði að vísu hafnað þeim tillögum, en nú var sem
sagt herlið sent til landsins til viðvörunar pólitískum óróaseggjum.
Svo virðist sem sett hafi æðimikinn ugg að ýmsum æðri embættismönnum
íslenzkum, er Skagfirðingareiðin varð kunn, en ótti þeirra nálgaðist skelfingu
fyrir sakir tveggja viðburða, er urðu í Reykjavík á öndverðu ári 1850. Hinn
fyrri var pereat skólapilta Lærða skólans, er stefnt var að Sveinbirni Egilssyni
rektor, 17. janúar, hinn síðari „kirkjuspjöll" i dómkirkjunni 10. febrúar, er
Sveinbjörn Hallgrimsson, ritstjóri ,,Þjóðólfs“, kvaddi sér hljóðs eftir messu og
skoraði á séra Ásmund Jónsson að segja af sér dómkirkjuprestsembætti.
I fyrstu viku marzmánaðar 1850 skrifuðu fimm háttsettir embættismenn
hins veraldlega og andlega valds á íslandi Rosenörn innanríkisráðherra. Tónn-
inn í bréfunum er ekki laus við smeðjulæti og kann þó að vera tízkuborin venja
þeirrar tíðar, er menn skrifuðu háttsettum yfirboðurum. En bitt leynir sér