Andvari - 01.03.1968, Side 102
100
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARl
alþirigi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá
dómendum í landinu sjálfu. Konungur skal, er hann tekur við stjórn, sverja
þess eið, að hann verndi réttindi íslands og stjórni því að lögum þess. Hann
skal taka íslenzka menn til ráðgjafa, er liafa á hendi æðstu stjórn í landinu.
Ráðgjafamir bera alla ábyrgð stjórnarinnar, bæði fyrir konungi og alþingi.
Lfndirskrift konungs á lögum er ekki gild, nerna einn hinna íslenzku ráð-
herra skrifi undir með honum. Erindreki íslands hjá konungi ber frám fyrir
hann allar ályktanir alþingis og annað, er þarf konungsúrskurðar.
Þetta vom lielztu atriðin í nefndaráliti Þjóðfundarins — drög að þeim sátt-
mála, er Þjóðfundurinn vildi gera við konung sinn.
Síðasti reglulegi fundur var haldinn 6. ágúst. I lok þess fundar lýsti for-
seti því yfir, að nefndarálitið í stjórnskipunarmálinu væri þá prentað og tilbúið.
Næsti fundur var ekki haldinn fyrr en þann 9. júlí. Konungsfulltrúi tók fyrstur
til máls, atyrti Þjóðfundinn fyrir seinagang í meðferð rnála og taldi honum
einkurn til foráttu, hve löngum tíma hann hefði eytt í samningu þingskapa.
Trampe greifi hafði nú haft gott tóm til að kynna sér álit meirihluta nefndarinnar
um stöðu íslands í ríkinu. Hann sagði það vera svo úr garði gert, að fundurinn
hefði enga heimild til að taka það til umræðu. Síðan lýsti hann fundinum slitið
í nafni konungs.
Trampe greifi hefur hlotið þung ámæli lyrir framkomu sína á Þjóðfund-
inum 1851. í rauninni er það ómaklegt. Hann gerði ekki annað en emhættis-
skyldu sína. Ríkisráðið hafði á fundi 8. apríl 1851 lagt bann við því, að Þjóð-
fundurinn ræddi réttarstöðu íslands á öðrum forsendum en þeim, að Island
væri partur úr Danmerkurríki. Nefndarálit Þjóðfundarins hirti ekki um slíkar
forsendur, heldur hélt fram réttarskoðun á stöðu íslands, sem Jón Sigurðsson
hafði reifað fyrstur á öndverðu byltingarárinu 1848, og eftir þriggja ára pó'li-
tískan áróður og baráttu voru þessar réttarhugmyndir orðnar sannfæring meiri-
hluta íslenzku þjóðarinnar, pólitískur arfur, sem hún geymdi trúlega og lét
aldrei lausan. Það er ekki við aðra að sakast en dönsku ríkisstjórnina, er Þjóð-
fundi íslendinga lauk með þessum hætti. En því má bæta við, að Danastjórn
gat tæpast farið öðru vísi að í þessu máli, svo sem pólitískum högum danska
ríkisins var háttað um þessar mundir. Hún var nú sem óðast að sameina altur þá
ríkishluta, er höfðu slitið sig lausa í byltingunum 1848, og naut í því efni
aðstoðar flestra evrópskra stórvelda. Við slíkar aðstæður gat hún ekki fyrir nokk-
urn mun gengið að réttarkröfum íslendinga, svo sem þær birtust í nefndaráliti
Þjóðfundarins. Að áliti og hyggju dönsku stjórnarinnar voru þessar réttarkröfur
sömu ættar og uppreisnarhugmyndir hertogadæmanna, sem lágu enn ekki
kólnaðar á vígvöllum Suður-Jótlands.