Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 105
ANDVARI
ÁFANGAR Á LEIÐ ÍSLENZKRAR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU
103
en hertogadæmanna og losna úr tengslum við ráðherradóm, sem bar áhyrgð
fyrir danska þinginu, fer ekki á rnilli mála.
Á Þingvallafundum þeim, sem háðir voru á árunum 1854 og 1855, var
ekki hreyft við stjórnlagamálinu og mun mestu hafa ráðið um það, að menn
biðu eftir svari stjórnarinnar við bænarskránni frá alþingi 1853. Svarið barst
alþingi 1855. Þar var öllum tilmælum bænarskrárinnar synjað, en þó lofað,
að á sínum tíma mundi það verða hugleitt, að hve miklu leyti alþingi mundi
geta fengið vald í þeim löggjafarmálum, er snerta ísland eitt. Suður-Þing-
eyingar urðu einir Islendinga til að senda alþingi bænarskrá um stjórnlaga-
stöðu landsins, en fellt var að skipa nefnd um málið.
Árið 1856 var boðað til Þingvallafundar, en var svo illa sóttur, að ekki
þótti fært að setja hann. En næsta ár, 1857, er alþing kom saman, féll Þing-
vallafundur niður. Hins vegar voru fundir haldnir víða um land, einkum í
Norður- og Austuramti og í Vesturamti, og bárust alþingi bænarskrár frá öllurn
þessum fundum urn stjórnarbót, flestar samhljóða að efni. Nefnd var skipuð
til að ræða þessar bænarskrár, enda þótt konungsfulltrúi, Páll Melsteð amtmaður,
legðist á móti því. Hann taldi jafnvel efarnál, hvort alþingi væri þess umkomið
að bera fram bænarskrá urn stjórnmálaefni landsins, og réð loks frá því að senda
hana, með því að stjórnin hefði áskilið sér sjálf að koma fram með uppástungur
í þessu efni að fyrrabragði. Meirihluti sinnti þessu þó ekki, og var farið þess
á leit við stjórnina, að hún legði fyrir næsta þing frumvarp um nýtt og urnbætt
fyrirkomulag stjórnarinnar yfir íslandi og um stöðu þess í konungsveldinu.
Að efni til fór bænarskráin í hið sama far og hin fyrri frá þinginu 1853.
Á alþingi 1859 svaraði stjórnin bænarskrá síðasta þings um stjórnlagafrum-
varp einkar alúðlega. 1 auglýsingu konungs til alþingis var komizt svo að orði:
„Vér höfum að vísu ekki, nú sem stendur, séð oss fært að leggja fyrir alþingi,
eins og farið var fram á í bænarskrá þess, lagafrumvarp um fyrirkomulag á
stöðu íslands í ríkinu. En vér viljurn láta oss vera annt um það, svo fljótt sem
kringumstæður leyfa, að leiða þetta mál til lykta á þann haganlegasta hátt, sem
verða má, og skulu þá, þegar málið kemur til íhugunar, tillögur alþingis verða
teknar til greina, svo sem framast er unnt.“
Þetta hafði þá hafzt upp úr nöldrinu. Stjómin var sem sagt viðmælandi,
og að minnsta kosti var ekki lengur hægt að draga í efa rétt alþingis til að bera
fram bænir sínar um stjórnlög og réttarstöðu landsins. Fyrir þinginu lágu
tvennar bænarskrár utan af landsbyggðinni, og fór önnur frarn á Þjóðfund.
Nefnd sú sem kosin var í málið og hafði Jón Sigurðsson bæði að formanni og
framsögumanni, vildi þó setja konungi og stjórninni það í sjálfsvald, hvernig
hún liygðist leggja málið fram, og í hænarskrá þeirri, sem þingið samþykkti,