Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 107
ANDVARI
ÁFANGAR Á LEIÐ ÍSLENZKRAR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU
105
að tengja fjárhagsmálið stjórnlagamálinu og mælast til, að kvaddur yrði saman
Þjóðfundur á grundvelli hinna gömlu kosningalaga frá 1849 og lagt yrði fyrir
hann frumvarp til stjórnarskrárlaga ásamt öruggu tilboði um fjártillög úr ríkis-
sjóði Dana. Hér var því enn horfið aftur til hugmyndarinnar um Þjóðfund, er
skyldi fjalla um sambandsmál Danmerkur og íslands í heild. Það var ekki
laust við, að Jón Sigurðsson væri nokkuð hróðugur, er hann skýrði Konrad
Maurer vini sínum frá úrslitum fjárhagsmálsins 1865: Þetta gekk í gegnum,
segir hann í bréfi til hans, og nefndin var brotin á bak aftur, sjö manna nefnd,
og þótti hreystiverk. Hann hætir síðan við: En annað er hitt, hvort þetta hafi
nú verið hyggilegt. Eg held það, og eg þykist sannfærður um það theoretice,
en hver nú reyndin verður, er nú ætíð óséð.
En tveimur árum síðar, 1867, var lagt fyrir alþing „Frumvarp til stjórnar-
skipanarlaga handa Islandi". Eftir 16 ára bið, bænir og kvabb af hálfu íslend-
inga, tók danska stjórnin nú aftur upp þann þráð, sem slitnað hafði sumarið
1851. Ef hafa skal árangurinn að mælikvarða í sögunni, þá var þeirri spurn-
ingu, sem Jón Sigurðsson lagði fyrir sjálfan sig í bréfinu til Maurers tveimur
árurn áður, svarað játandi. Samkomulagið á alþingi 1867 var fyrsti jákvæði ár-
angurinn af þeirri baráttu, sem staðið hafði linnulaust hátt á annan áratug.
I ágústmánuði 1865 kom til íslands nýr stiftamtmaður, Hilmar Finsen.
Trampe greifi hafði horfið frá íslandi 1860, og danska stjórnin hafði ekki svo
mikið við að ráða annan mann til þessa æðsta embættis innanlands, heldur skip-
aði Þórð Jónassen dómstjóra til að gegna störfum stiftamtmanns. En með Hilm-
ari Einsen var sá maður til íslands kominn, er mjög kom við sögu þjóðarinnar
í nærri tvo áratugi.
Hann var af íslenzkum ættum, sonur Jóns Finsens héraðsfógeta í Árósum,
en faðir Jóns var Hannes Finnsson biskup í Skálholti. Hann tók kornungur
próf í lögum og varð snemma fyrir miklum áhrifum frá stjórnmálamönnum
hinnar ungu dönsku borgarastéttar, Þjóðfrelsismönnunum. Hann tók þátt í
Slesvíkurstríðinu fyrra, var þar herdómari, og 26 ára gamall var liann skipaður
bæjarfógeti í Sönderborg á eyjunni Als og gegndi því starfi til 1864. Hann
gegndi embætti sínu á þeim dögum er Þjóðverjar tóku Als herskildi, en varð
að hverfa til Kaupmannahafnar ásamt fjölmörgum öðrum dönskum embættis-
mönnum, þegar hertogadæmin gengu undan ríkinu. Þá bauðst honum að
verða stiftamtmaður á íslandi, ættjörð forfeðra hans í föðurkyn, og þekktist
hann það.
Hilmar Finsen var aldanskur að uppeldi, í pólitískum efnum fylgdi hann
Egðustefnu Þjóðfrelsismannanna. En enginn vafi mun leika á því, að hann
hefur borið alldjúpar tilfinningar til íslands, og liann er fyrsti stiftamtmaður