Andvari - 01.03.1968, Síða 110
108
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
og ræðum. Nefndarálitið, sem ber svipinót Benedikts Sveinssonar, hvílir hins
vegar á þessum sögulega réttargrundvelli og deilir harðast á stjórnarfrumvarpið
í því efni. En að öðru leyti var nefndin og svo til allur þingheimur á einu máli
um það, að þetta frumvarp stjórnarinnar gæfi að efninu til kost á samkomu-
lagi. Svo lítur út sem þingmenn margir hafi verið í nokkrum vafa um afstöðu
þess manns, er sat í forsetasæti, Jóns Sigurðssonar. Mörgum mun hafa létt, er
hann viðhafði í ræðu þessi orð um stjórnarfrumvarpið: ,,Það er í mörgum grein-
um gott, og sjálfsagt hið bezta tilboð, sem landið nokkurn tírna hefur fengið
áður í þessu máli, já, eg vil segja, að það gangi svo nærri uppástungum meiri-
hlutans á þjóðfundinum 1851, að þar munar varla hnífsbakkaþykkt, þegar búið
er að ganga frá því.“ Eftir ræðuna hyllti Benedikt Sveinsson, framsögumaður
nefndarinnar, Jón Sigurðsson með örstuttri ræðu, og var mjög hrærður.
En það var einkum eitt atvik í þessum umræðum, er olli því, að þingmenn
urðu bæði samvinnuþýðari og djarfari í störfum að lausn stjórnarskrármálsins.
Það voru ummæli konungsfulltrúa, Hilmars Finsens, í undirbúningsumræð-
unni. Hann sagði: „Alþingi hefur frjálst ráðgjafarvald í þessu máli og öðr-
um, og eg vil bæta því við, að þingið hefur í þessu máli í raun og veru meira
vald en eintómt ráðgjafarvald; það hefur samþykkjandi vald, því Hans Hátign
konungurinn vill ekki — um það get eg fullvissað þingið — oktroyera nein ný
stjórnarskipunarlög handa íslandi, án samþykkis þingsins. . . .“
Þessi orð fóru ekki fram hjá Jóni Sigurðssyni. Hann minntist þeirra tvisvar
í ræðum á þessu þingi, og oft síðar átti hann eftir að krossfesta Hilmar Fin-
sen með þessum ummælum. Jón spurði: „Hvað þýðir yfirlýsing konungsfull-
trúa um samþykktaratkvæðið? Það þýðir, að alþingi hlýtur að hafa samþykktar-
atkvæði um málið, eigi aðeins í þetta sinn, heldur á næsta þingi og hinu næsta,
ef eigi gengur saman og málið verður ekki lagt fyrir þjóðfund með hinu sama
atkvæði. Ef þetta væri ekki svo, þá þýddu orð hins háttvirta konungsfulltrúa
ekkert, og sjálft samþykktaratkvæði þingsins væri þýðingarlaust, því að það
yrði þá ekki annað en sá kostur að mega samþykkja allt það, sem stjórnin
styngi upp á og héldi fast fram. Ef þingið segði nei, þá væri samþykkisatkvæðið
horfið. Skuli samþykkisatkvæðið hafa nokkra þýðing, þá verður það að vera
eins frjálst og ráðgjafaratkvæðið."
Fyrsta setning stjórnarfrumvarpsins: ísland er óaðskiljanlegur hluti Dan-
merkur ríkis — varð stjórnarskrárnefndinni strax að ásteytingarsteini. Hún
breytti henni á þessa lund: ísland er erfðaland Danakonungs og einn hluti
Danaveldis. Orðalag stjórnarfrumvarpsins bar slíkan innlimunarkeim, að nefnd-
in sætti sig ekki við það, og því breytti hún því svo, að hin gamla hugmynd um
konungssamband Islands og Danmerkur yrði skýrari. Þetta nrætti þó svo mik-