Andvari - 01.03.1968, Síða 111
ANDVARI
ÁFANGAR Á LEIÐ ÍSLENZKRAR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU
109
illi mótspyrnu af hálfu konungsfulltrúa og þingmanna hans, að í endanlegu
stjórnarskrárfrumvarpi þingsins var setningin orðuð svo: ísland er óaðskiljan-
legur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum.
Stjórnarskrárnefndin sleppti úr 3. grein að telja upp sameiginlegu málin,
taldi það hættulegt íslendingum og geta skapað þeim réttaróvissu. En þessu
fékkst ekki framgengt, og til samkomulags voru sameiginleg mál talin upp í
því stjórnarskrárfrumvarpi, sem þingið samþykkti að lokurn. Hins vegar var
bætt mikilvægu atriði í 3. grein. Þar hafði stjórnarfrumvarpið ætlað konungi
að ákveða tillag Islands til sameiginlegu málanna, þegar þar að kærni, en
danska þingið setja lög um hlutdeild íslands í stjórn og löggjöf sameiginlegu
málanna. í stjórnarskrá þeirri, sem alþing samþykkti, skyldu konungur og
alþingi í sameiningu ákveða hvort tveggja með lögunr. I stjórnarfrumvarpinu
voru sérmál Islands ekki talin upp. Bæði nefndarálitið og hin samþykkta stjórn-
arskrá þingsins skiptu sérmálunum í níu flokka og töldu hvern upp með nafni,
til þess að ekkert yrði á hálku í þessum efnum.
Á II. kafla stjórnarfrumvarpsins, sem fjallar um stjórn og tilhögun íslenzkra
sérmála, gerði alþing mjög mikilvægar breytingar. I fyrsta lagi sleppti það 9.
grein, þar sem beinlínis er gert ráð fyrir, að ráðherra sá, sem fer með fram-
kvæmdarvald konungs yfir íslandi, sé um leið starfandi danskur ráðherra. I
annan stað lét það bæði ráðgjafa og landsstjórn bera ábyrgð á stjórninni, og
skyidi ábyrgð þeirra síðar ákveðin nreð lögum. Stjómarfrumvarpið gerði ráð
fyrir, að undirskrift konungs undir ákvarðanir, er snertu löggjöf og stjórn,
öðluðust fullt gildi, er ráðgjafinn einn skrifaði undir með honum. Alþingi
breytti þessu svo, að undirskrift konungs undir málin veiti þeim fullt gildi
þá er einn landsstjóranna ásamt ráðherranum, eða ráðgjafinn, ritar undir með
honum, og er þá ákvörðunin á ábyrgð þess eða þeirra, er undir rita með konungi.
Með þessunr hætti dró alþingi áhyrgðina inn í landið. Unr þessa landsstjórn,
er hefur setu á Islandi, segir svo í 21. grein í stjórnarskrá alþingis, að í henni
skuli vera einn maður eða fleiri, og hefur hún í nafni konungs stjórn allra
þeirra nrálefna, er konungsundirskrift kemur til, og sendir þau konungi með
tillögum sínum. I 42. grein í stjórnarskrá alþingis er gert ráð fyrir þeim mögu-
leika, að maður eða menn úr Iandsstjórninni séu alþingismenn.
Samkvæmt stjórnarfrumvarpinu var það furðulega ákvæði, að alþing skyldi
haldið þriðja hvert ár, en í meðförum þingsins skyldi það koma til fundar annað
hvert ár. Loks var þingmönnum fjölgað í 36, 30 þjóðkjörna og sex embættis-
nrenn landsins, er konungur kveður til þingsetu.
I umræðunum um stjórnarskrármálið bar fjárhagsmálið að sjálfsögðu oft
á gónra, enda gaf auglýsing konungs til alþingis fullt tilefni til þess. I álits-