Andvari - 01.03.1968, Síða 117
ANDVARI
GRÍMUR THOMSEN OG ARNLJÓTUR ÓLAFSSON
115
Hjá Goðmundi á Glæsivöllum
gleði er í höll,
glymja hlátra sköll,
og trúðar og leikarar leika þar um völl,
en lítt er af setningi s’egið.
Afengt er mungátið,
og mjöðurinn er forn,
mögnuð drykkjarhorn.
En óminnishegri og illra hóta norn
undir niðri í stiklunum þruma.
Á Grím’ ’enum góða
af gulli höfuð skín,
gamalt ber hann vín.
En horns yfir öldu eiturormur gín,
og enginn þolir drykkinn nema jötnar.
Horn skella á nösum,
og hnútur fljúga um borð,
hógvær fylgja orð.
En þegar brotna hausar og blóðið litar storð,
brosir þá Goðmundur kóngur.
Náköld er Hemra,
því Niflheimi frá
nöpur sprettur á.
En kaldara und rifjum er konungsmönnum hjá,
kalinn á hjarta þaðan slapp ég.
Lík þessu eru mörg kvæði Gríms. Kvæðið um Hákon jarl er um tímaskipta-
mann allra alda, sem lifir inn í nýjan tíma til þess eins að verða „barkaskorinn"
af þræli sínum. Kvæðið Jarlsníð er um mátt skáldsins til að hefna rangsleitni,
sem því er sýnd. Það er aðeins að yfirvarpi um Þorleif jarlaskáld og Hákon jarl,
er raunverulega engu síður um Bólu-Hjálmar og Akrahrepp og mætti vera um
Halldór Laxness og þá, er vildu gera hann utangarðs í „hinu eiginlega þjóð-
félagi" og hann afgreiddi með því að segja frá Pétri þríhross og stjómargrjótinu
í sögunni um Ólaf Kárason í Höll sumarlandsins. Og enn má nefna kvæðið
um Sköfnung, sverð Skeggja á Reykjum, sem raunverulega er miklu heldur
vopn stjórnmálamanns samtíma Gríms cn forns kappa, reyndar ort af meiri