Andvari - 01.03.1968, Síða 122
120
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
En eins naut Páll þó á þinginu: gagnkvæmrar vináttu mesta ráðamanns
þingsins, Gríms Thomsens. Eftir þingið lagði Páll niður þingmennsku, fékk séra
Arnljót til að bjóða sig frarn í hið lausa þingsæti og fékk hann kosinn á þing.
Reyndar er ekki kunnugt, hvað valdið hefur þessari ráðabreytni Páls, því að
ekki hafa um það fundizt ótvíræðar heimildir, en rnjög auðvelt að geta sér
þess til, að Grímur hafi staðið þar að baki. Hins vegar eru til heimildir um það,
að annar virktavinur Páls, séra Björn í Laufási, sem reyndar mun hafa ort vís-
urnar um Bjúgnefinn, lagði sig fram til að fá Pál ofan af þessari ráðabreytni.
Hann skrifaði Páli bréf, sem enn er til, um þetta efni, er þar reyndar hóflegri
í dómum sínum um Arnljót en hann var oft annars, viðurkennir hann sem gáf-
aðan mann, eins og almennt sé talið, og bætir svo við: „En svo segja nú aðrir:
Mér er um og ó um Ljót,
ég ætla hann vera dreng og þrjót,
í honum bæði gull og grjót,
er getur unnið mein og bót.“
Með þessu hygg ég, að hann hafi fest vísu þessa fyrst á blað, og sé hann höf-
undur hennar. Páll lét þetta bréf ekki breyta ákvörðun sinni. Við það urðu
næstu þing einum svipmiklum þingmanni ríkari.
Þegar Arnljótur kom til alþingis 1877, var honum þar vel tekið af mörgum
þingmönnum, en bezt af þeim manninum, sem þar var þá ráðamestur, sjálf-
sögðum formanni og framsögumanni virðulegustu þingnefndarinnar, fjárlaga-
nefndarinnar, Grími Thomsen. Arnljótur var þegar kosinn í fjárlaganefndina
með atkvæðum flestra þingmanna í Neðri deild, og nefndin kaus hann sem rit-
ara sinn. Fyrir honum var látinn víkja Einar í Nesi, er verið hafði ritari nefnd-
arinnar á fyrsta löggjafarþinginu og þá í nefndina kosinn með nær öllum atkvæð-
um deildarinnar, fellt hafði hann frá kosningu í Eyjafjarðarsýslu með yfirgnæf-
andi atkvæðafjölda og var formaður Gránufélagsins, sem Arnljótur átti rnestan
hlut í að stoina.
Þegar fjárlagafrumvarpið kom til 2. umræðu í þingdeildinni, kom aldrei
nnnað fram en að vel hefði farið á með þeim Grími og Arnljóti í fjárlaganefnd-
inni. Arnljótur hafði mjög annan hátt á í þeim umræðum en Einar tveimur árum
áður. Einar tók ekki til máls í fjárlagaumræðunum 1875, og bar Gfímur raun-
verulega einn hitann og þungann af þeim umræðum fyrir nefndarinnar hönd.
En 1877 hafði Arnljótur sig litlu eða engu minna frammi en sjálfur framsögu-
maðurinn og talaði bæði oft og lengi. En þess virtist hann gæta vandlega, að
kornast aldrei í mótsögn við framsögumanninn.