Andvari - 01.03.1968, Síða 135
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON:
SONAT ORREK
FORMÁLI
Meðal fornskálda vorra nafngreindra ber Egil Skalla-Grímsson hæst, en höfuð-
kvæði hans er Sonatorrek, svo sem kunnugt er. Kvæðið hefur varðveitzt í
pappírshandriti frá 17. öld, en það skrifaði séra Ketill Jörundsson í Hvammi
(d. 1670), móðurfaðir Árna Magnússonar, eftir skinnbók eða skinnbókum, sem
nú eru að mestu glataðar. Frá Ketilsbók, AM. 453, 4to, eru öll önnur handrit
Sonatorreks runnin. Þó hefur 1. erindi kvæðisins einnig varðveitzt í Möðru-
vallabók og hálft annað erindi undir kvæðislok (22. og fyrri helmingur hins 23.)
í handritum Snorra-Eddu.
Eins og nærri má geta, hafa hinir mætustu fræðimenn leitt hugann að harm-
kvæði Egils. Fremstir í flokki þeirra, sem um það hafa ritað, eru Gunnar Páls-
son, Guðmundur Magnússon (Magnæus), Sveinbjörn Egilsson, Guðbrandur Vig-
fússon, Finnur Jónsson, Björn M. Ólsen, Guðmundur Finnbogason, Sigurður
Nordal, Ernst A. Kock, Magnus Olsen og Hallvard Lie. Ef því einhverjir skyldu
spyrja, þegar hér er komið máli, hver nauður reki til frekari skýringa á kvæðinu,
bið ég þá að minnast eftirfarandi ummæla Magnúsar Olsens (Arkiv LII, 209):
„Skjönt Sonatorrek stadig har lokket til tekstkritisk granskning, stár ennu meget
igjen á gjöre.“ í trausti þess, að skýringar þær, er hér koma fram, megi varpa
nokkru nýju ljósi á hið forna kvæði, legg ég þær undir dóm góðfúsra lesenda.
Skýringar Nordals á Sonatorreki í Egluútgáfu hans 1933 eru sá grundvöllur,
sem íslenzkir fræðimenn hafa staðið á síðan. Þó sýna margar greinar Kocks í
Notationes norrœnæ, Commentarii Scaldici Magnúsar Olsens í Arkiv LII og
ritgerð Lies í Arkiv LXI, að mjög þykir útlendum fræðimönnum á skorta, að
fullskýrt sé. Á hinn bóginn virðast íslenzkir fræðimenn, sem gefið hafa út Egils
sögu á síðustu áratugum (Guðni Jónsson, Sveinn Bergsveinsson og Óskar Hall-
dórsson) eða skýrt hafa kveðskap hans (Halldór Halldórsson og Jónas Kristjáns-