Andvari - 01.03.1968, Page 137
ANDVARI
SONATORREK
135
TEXTI
Sonatorrek tekur yfir tæpar tvær og hálfa blaðsíðu í Ketilsbók, AM. 453, 4to.
Það byrjar með 15. línu á fyrri síðu 81. blaðs, nær yfir aðra síðu blaðsins og
endar í 3. línu að neðan á fyrri síðu 82. blaðs. Myndir af hinum þrem blaðsíðum
Ketilsbókar, sem Sonatorrek nær til, eru sýndar á þessum blöðum. — Orðin or og
fengi ofan við 1. og 2. línu Sonatorreks (eiga við undirstrikuðu orðin edr og
þi'fe) eru frá hendi Árna Magnússonar, hins vegar ekki latneska skýringin neðan
máls á annarri síðu 81. blaðs. Um ritbönd þá er mér ókunnugt.
Texti kvæðisins er hér prentaður með tvennum hætti, vinstra megin staf-
réttur, en hægra megin með samræmdri stafsetningu fornri. Skáletur í textanum
vinstra megin táknar, að leyst hafi verið úr böndum. En með skáletri í hægri
texta er vakin athygli á helztu frávikum frá handriti.
í handriti er gerður greinarmunur á i og j (Sjá t. d. higgýu og þriggýa nidja
í 4. línu Sonatorreks.), en stundum er erfitt að greina á milli. í hinum prentaða
texta, þeim er hér er kallaður stafréttur, eru þessir stafir alls staðar settir eftir
nútímaframburði.
1. Mjaug er um tregt
tiingu ad hræra
edr lopt væi
ljöd pundara
era nu vænlegt
um vidris þife
nje högdrægt
iir hugar filskne.
1. Mjpk es of tregt
tungu at hrœra
eða loftvætt
Ijóðpundara.
Esa nú vænligt
of Viðris þýfi
né hógdrœgt
ór liugar fylgsni.
2. Era andþeizt
þviat ecke velldr
haufuglegr
úr higgju stad
fagna fundr
þriggja nidja
árborinw
iir Jýtun heimum.
2. Esa auðþeyst(r),
því at ekki veldr
hgfugligr,
ór hyggju stað
fagna-fundr
þriggja niðja,
ár borinn
ór Jptunheimum,