Andvari - 01.03.1968, Page 156
154
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVAHl
upp (= standa uppi) og standa á enda (= stand on end í ensku). Orðtaldð
standa á enda (standa uppréttur) notar Egill í merkingunni „halda velli“.
sem „skáldið" barnar hræ.
sem: svo sem, að sama skapi sem.
barnar (andlagslaust so.), af barna: geta barn.
hræ: hró, skar; fast viðurlag við hlumQr marka (Sbr. Nygaard: Norrpn
syntax, 75. gr. a.).
Efni 4. vísu: Sá maður er eigi glaður, sem engist af harmi nakinn í hvílu
sinni, því að jafnlíklegt er, að ætt hans haldi velli, og hitt, að skáldið, sem orðið
er skar, geri konu barn. — Sbr.: „Þat es ok mælt, at engi geti sonar iðgjpld,
nema sjalfr ali túni þann nið, es oðrum séi borinn maðr í bróður stað“ (16. v.).
— Orð 4. vísu bera með sér, að Egill gerir ekki ráð fyrir að vinna til sonar gjalda.
Hann telur, að veldi ættarinnar sé lokið eða muni ljúka með honum
sjálfum.
Jan de Vries hefur vakið athygli á andstæðum þeim, sem fagnafundr og ekki
hpfugligr mynda í 2. vísu Sonatorreks (Germanisch-romanische Monatsschrift
XXIV, 301). Aðrar andstæður leynast í 3. og 4. vísu. Á ég þar við glæsibrag
Óðins í rekkju Gunnlaðar, þegar „fagnafundur ása“ lifnaði bragi lastalauss
(3. v.), og umkomuleysi Egils, þegar „þögull vinur dauðans" engdist í hvílu
sinni (4. v.). Má nærri geta, að hvort tveggja er gagnhugsað listarbragð skáldsins.
Eins og áður getur, virðist Egill yrkja fyrstu erindi Sonatorreks í eins konar
öngviti, enda má segja, að orð hans séu kynngi mögnuð. En í 4. vísu kemur
skáldið smám saman til sjálfs sín. Orðin eru ekki lengur ópersónuleg. Maðr,
eigi Izarskr, þpgull frændi hrprs og hlumprr marka eru orð í þriðju persónu,
og síðustu orðin þýða skáld. Þá er í þessari vísu notað eignarfornafn í fyrstu
persónu: ætt mín. Slíkur er aðdragandinn að orðinu ek, en það kemur fyrir í
upphafi næstu vísu og þráfaldlega eftir það. Þetta gat ekki gerzt, fyrr en
„dverga skip“ hafði losnað (3. v.). Og nú neytir „boðberi rúnanna“ þeirrar gáfu,
sem átti upptök sín í heimi dverga, en barst um Jötunheima og Ásgarð til mann-
heima, þar sem hún varð — oftar en einu sinni — miklu skáldi til lífs og nor-
rænni menningu til vegsauka.