Andvari - 01.03.1968, Síða 159
ANDVARI
SONATORREK
157
A) við lofkpst í lokum Arinbjarnarkviðu (síðara helm. 25. v.), sem Egill
sendi vini sínum til Noregs:
Hlóð ek lofk<?st,
þann es lengi stendr
óbrotgjarn
í bragar túni.
Uppistaðan er atvik úr önnurn dagsins: Hlóð ek kpst, þann es stendr í túni
(Sbr.: „Verri gengr at viðarkesti, er var í túninu." Sjá Fritzner: köstr.)- En ein-
kunnirnar, lof- og bragar, gerbreyta merkingu orðanna. Egill á reyndar við skáld-
skap. Hann beitir hér — sem víðar — nýgervingu.
lofkpstr.
lof — mærð,
kpstr (viðarköstur eða timbr) lofgerðar: rúnakefli, skáldskapur.
Ekki eru líkur til, að Arinbjarnarkviða hafi komizt fyrir á einu kefli. Hitt
mun sönnu nær, að Egill hafi rist kvæði sitt á nokkur kefli, lítinn „köst“.
bragar tún.
bragr: braglist,
tiin (aðsetur) hennar: brjóst (Sbr. hugtún, GSúrs. 9; orðhof, St. 5; rýnnis-
reið, St. 18; ór hláira ham hróðr ber ek fyr gram■, HU. 20.).
stendr í bragar túni. Sbr. hugstœðr.
Lýsingarorðið óbrotgjarn þýðir hér eins og venjulega: sterkur, traustur, en
hefur þó sérstöðu vegna þess, að „köstur í túni“ (eldiviðarhlaði) er ætlaður til
brots, en „lofkösturinn“ ekki.
Efni vísuhelmingsins: Ég orti — og risti rúnum — kvæði, sem lengi mun í
minnum haft.
B) við mærðar hlut í upphafi Höfuðlausnar (síðasta lj. 1. v.):
Hlóð ek mærðar hlut
míns knarrar skut.
Hlutr mærðar (kvæði) mun hafa verið áþreifanlegur „afli“ eða „þungi“, sem
Egill kom fyrir aftur í lyftingu: rúnakefli — eða spjöld (speldi), sem notuð
voru í sarna skyni.