Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 162
160
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARl
sleit. Hugsa mætti sér, að Rpn (1. vo.) væri frumlag sagnorðsins sleit (5. vo.).
Þá væri annar vísul jórðungur (Em ek of snauðr at ástvinum.) fleygur í málsgrein,
sem hæfist með fyrsta vísufjórðungi, en tæki síðan til alls síðara vísuhelmings. Hér
verður þó gert ráð fyrir, að sleit sé ópersónuleg sögn, og ber einkum tvennt
til: a) Með Rgn stendur sögn í núliðinni tíð (hefr ryskt), en sleit er þátíð (Sbr.
sagnirnar átta, gerðumk og sleit í 21. vísu, sem eru allar í þátíð.). h) Skáldið
hendir á orðin Sleit mars bpnd minnar ættar sérstaklega, svo sem fram kemur
síðar, og fer þá betur á að skoða þau sem málsgrein um sig en seilast — ylir
aðra málsgrein — eftir frumlagi upp í 1. vísuorð.
Orðið bond er hér notað bæði um ættarbönd og sverðsfetil. Því er um
að ræða eins konar nýgervingu:
A. Bpnd ættar minnar sleit.
B 1. Mars bpnd ættar minnar sleit.
B 2. Bpnd mars ættar minnar sleit.
A. Bönd ættarinnar rolnuðu.
B 1. Meginbönd ættarinnar rofnuðu, þ. e. „sverðsfetill" hennar bilaði. Sbr.
a) mars bpnd og snaran þptt, b) bpnd ættar minnar og þptt af
sjplfum mér.
B 2. Tengsl ættarinnar við „sverð" hennar (og „skjöld") rofnuðu.
Egill líkir syni sínum við sverð, en ættarböndunum við sverðsfetil. Böndin,
sem bundu „sverðið" við ættina, brustu, — því að mjpk hefr Rpn ryskt of mik.1)
Sverð, sem glatast, af því að fetillinn svíkur, getur verið jafngott eftir sem
áður. En sá, sem bar það, nýtur þess ekki lengur. Orð Egils benda til, að ein-
rnitt þetta hafi vakað fyrir honum. Að minnsta kosti efaðist liann ekki um, að
sonur hans befði komizt heill á húfi til annars lieims „kynnis leita“ (17. v.). —
Af 12. vísu — og reyndar fleirum — má glöggt ráða, að Egill hafi talið bið týnda
„sverð“ fyrst og fremst vera sitt sverð (Sbr. ættar skjoldr minn, 10. v.), binn
brostna „fetil" bafa bvílt á sinni öxl (Sbr. þptt af sjplfum mér.).
snaran. Þetta orð er gömul — og sígild — ágizkun, en í stað þess er eyða í
Ketilsbók (á annarri síðu 81. blaðs, 6. línu). Ágizkunin styðst við snarþptt
Haralds áttar í 24. lausavísu Egils.
1) Sbr.: „Þórðr togaði svcrðit ok þcir, er með lionuni váru, |iar til er þorninn gekk í sundr
í sverðsfetlinum. Var þá laust sverðit" (Sturl., Þorgils saga skarða, 23. kap.).