Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 163
ANDVARI
SONATORREK
161
I 7. vísu er greinileg stígandi, skyld þeirri, sem fólgin er í 6. vísu. En stíg-
andi 7. vísu minnir einnig á upphafserindi Sonatorreks, þar sem skáldið rekur
andans tregðu allt að hjartarótum. Stígandin er þessi:
1) skyldulið,
2) ástvinir,
3) laukur ættarinnar,
4) angan Egils.
Þá má einnig greina stígandi — sams konar — í þessurn orðum:
a) mars bpnd ættar minnar,
h) snarr þpttr af sjplfum mér.
Efni 7. vísu: Mjög hefur Rán höggvið nærri mér. Ég á fáa ástvini. Ætt mín
er forystulaus, en sjálfur ég sem vængbrotinn fugl.
8. vísa.
Veiztu of rækak sverði, vas allra tíma plsmíð of þá spk. Ek fœra andvígr
Ægis mani, mættak Róða of vága vágs brœðr.
of rækak sverði, ótengd skýringarsetning (með merkingarlausu of á undan
so.). — Þó að skýringarsetningin sé aukasetning gagnvart orðinu veiztu, er hún
aðalsetning gagnvart orðunum vas allra tíma olsmíð of þá spk og því hliðstæð
setningunni ek fœra andvígr Ægis mani í síðara vísuhelmingi.
rækak, sögnin að reJia — ásamt fornafni fyrstu persónu — andlagslaus: ég
hefndi, mundi hefna. Sbr. hina samræðu sögn Jiefna í þessum dæmum: skjótt
munat hefnt (Kveld.), síðr þii Jiefnir (Sigrdr. 22).
vas allra tíma plsmíð of þá spk, ótengd skilyrðissetning, hliðstæð setningunni
mættak Róða of vága vágs brœðr í síðara vísuhelmingi.
vas, framsöguháttur í stað viðtengingarháttar: væri (Sbr. Nygaard: Norr0n
syntax, 198. og 199. gr.).
allra tíma plsmíð.
tími: gæfa, heill,
tími allra (Sbr. niðjar þriggja, 2. v.): ár og friður. Sbr.: ,,0k sá tími fylgði
ferð jreira [þ. e. ása], at hvar sem þeir dvplðusk í lpndum, þá var þar
ár ok friðr“ (Sn.-E.).
pl (drykkja) árs og friðar: blótveizla, hlót (Sbr. át sigrl'ipfundi, 21. v.),
smíð blóts: skurðgoð.
ll