Andvari - 01.03.1968, Síða 167
ANDVARI
SONATORREK
165
Efni 10. vísu: Ég á sjónum grátt að gjalda. Afborið gat ég lát ástvina minna,
unz forvígismaður ættarinnar og hlífiskjöldur minn hvarf úr hópi lifenda. Nú
þrái ég það eitt að fara sömu leið. — Sbr. orð Egils eftir fall Þórólfs, hróður
hans: ,,Þat es helnauð, en vér verðnm hylja harm“ (10. lv. Eg.).
Vísurnar fimm, 6,—10., eru þáttur urn sig að því leyti, að í þeim öllum (hinni
9. þó aðeins óbeint) kemur sjórinn eða Rán við sögu. Þær fjalla um andlát
Böðvars og viðbrögð Egils við því. Efni þeirra rná greina nánar á þessa lund:
6. vísa: Skelfing.
7. — : Sársauki.
8. — : Reiði.
9. — : Vanmáttur.
10. — : Uppgjöf.
Að svo búnu færist angurværð yfir skáldið. Næstu tvær vísur, hina 11. og
12., mætti kalla eftirmæli eftir Böðvar.
11. vísa.
Ek veit þat sjalfr, at ills þegns efni vas vaxit í syni mínum, ef sá randviðr
næði rpskvask, unz of tœki Hergauts hendr.
ills þegns efni.
illr = atall,
illr þegn = Atall: sækonungur (Þul. IV, a, 1),
efni hans: sækonungs- eða víkingsefni.
vas vaxit.
vas, framsöguháttur í stað viðtengingarháttar: væri (Sbr. vas, 8. v., og Ny-
gaard: Norr0n syntax, 279. gr.),
væri vaxit (áhrifsl. breytingarsögn): hefði vaxið.
at ills þegns efni vas vaxit: að víkingsefnið hefði vaxið, þ. e. aukizt, dafnað,
þroskazt.
randviðr.
rpnd: skjöldur,
viðr (tré) hans: (her)maður (Lex. poet.). Sbr. randviðr og ættar skjoldr (10. v.).
Á þessi tengsl bendir Magnus Olsen í Arkiv XXXV, 142.