Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 173
ANDVARI
SONATORREK
171
ÍMU: hugur. Lylcillinn að slíkum kenningum er sá þáttur skáldamálsins, sem
kallast heiti. Sá, sem veit, að HEIÐINGI merkir ekki aðeins ásatrúarmann,
heldur einnig úlf, og IMA er bæði orrusta og tröllkona, þarf ekki að spyrja
aðra, hvað undir búi. Þetta vissu skáldin, og sama vissu — í öndverðu — allir
þeir, sem skáldskap unnu og vildu gera sér einhverjar vonir um að skilja hann.
Heitið HEIÐINGI notar Egill í 15. vísu Sonatorreks á sama eða svipaðan
hátt og hér, hylur það aðeins öðrum orðum. Og heitið Bjorn í merkingunni
Þór notar Egill í fólgnu máli Arinbjarnarkviðu (Sjá „Skáldamál" í Afmælis-
kveðju til Sigurðar Nordals 1951, 118.—119. bls.). Loks er þess að geta, — en
sú athugasemd hefði sómt sér, þó að fyrr hefði verið í þessu spjalli, — að bruðl
á borð við „byrvindr" í merkingunni „byrr“ eða „vindr“ er óhugsanlegt í máli
Egils Skalla-Grímssonar.
Hyggjumk um, ..., nýsumk hins ok hygg at því. Sameiginlegt öllum
þessum setningum er frumlagið ek, en því er sleppt. Hin þrefalda endurtekning
felur í sér sömu merkingu og orðin mjpk es torfyndr í 15. vísu. — Brœðraleysi
Egils er honum ákaflega hugstætt. Sbr. kenninguna Bjarnar manna byrvindr:
hugur, sagnorðin hyggjask og hyggja, svo og lýsingarorðið hugaðr (14. v.).
Á þetta bendir Magnus Olsen (Arkiv LII, 236).
hildr þróask: menn draga flokka saman (Sbr. flokkadráttr.).
hverr annarr þegn, þ. e. annar en Böðvar.
við óð ræði. Fram að þessu hefur óð ræði verið talið eitt orð: óðræði, og svo
er í handriti. Sveinbjörn Egilsson telur það merkja s. s. „pugna“ (Lex. poet.).
Því mótmælir Guðbrandur Vigfússon (Cleasby), en veit þó ekki meira en svo,
hvað halda skuli: „counsel of wisdom or a council (?)“. Finnur Jónsson er hik-
andi (Lex. poet.): „der menes vel kamp“. Og skýring Sigurðar Nordals: „vandi,
háski, þar sem skjótra ráða þarf við“, er reist á röngum forsendum, því að hann
ber saman orð, sem að merkingu eru ósambærileg: óðræði og harðræði,1) Væri
óðræði samsett orð — eins og óðviðri —, yrði að bera það saman við hráðræði og
fljótræði og gæti aðeins þýtt „ótt ráð“: háskalegt glapræði, brjálæði. En sam-
hengis vegna kemur sú merking ekki til greina. Því held ég, að orðin séu tvö:
óðr ræði, kenningarígildi með þágufallseinkunn (Shr. ver bergi, 12. v.).
ræði (Sbr. vpld ok ræði.): ráð, forræði,
óðr (skáldskapur) því, þ. e. þau orð, sem liæfa valdi eða stjórn: skipun, fyrir-
mæli, kvaðning.
1) Sbr. skýrgreiningu Fritzners við hvorugkynsorðið harðræði (7 fyrstu orðin) og skýringu
Nordals á óðræði.