Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 176
174
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVAKI
B. „í kenningunni Elgs hríðboði, í vísu eftir Bersa Skáld-Torfuson, virðist
Elgr vera Óðins heiti“ (S. N.). — Vísuhelmingurinn, sem kenningin kemur
fyrir í, hljóðar svo (Bersi 1, 2):
Elgs mun ek eigi fylgja
út hríðboða síðan
hests at hverjum kosti
hranna dýrra manni.
Það, sem Nordal virðist í þessu efni (Elgs eða Óðins hríð: orrusta, boði
hennar: hermaður), getur ekki verið rétt. Það sýna orðin hests hranna, sem yrði
hvergi komið í viðhlítandi samband við önnur orð í vísunni og gengju því af.
Að minni hyggju er mannkenning Bersa hugsuð þannig:
hranna hests elgs hríðboði.1)
hranna hestr: skip (Lex. poet.);
elgr: elgur, alkunnugt veiðidýr í Noregi,
hríð elgs, þ. e. sú hríð, sem menn gera að veiðidýri, sú atlaga, sem menn
veita elg: veiðar;
skips veiðar (Sbr. elgs hríð og orðið elgjaveiðr.): liernaður, víking. Þessi
hluti kenningarinnar væri þá af sömu gerð og kenning Egils í 8. vísu
Sonatorreks: Róða vága vágs bróðir.
boði hernaðar, þ. e. sá, er býður mönnum á „skipaveiðar": skipstjórnarmaður
eða flotaforingi (Sveinn jarl Hákonarson).
C. „Þá má geta þess, að í Noregi kemur allvíða fyrir nafnið Elgjartún, og
hyggur Magnus Olsen fyrra hlutann vera kvk.orð elgr: vé, skylt gotn. alhs:
musteri" (S. N.). — Nú þykir skýring Olsens á þessu örnefni og öðrum skyldum
örnefnum „höchst unsicher; sie gehören, wie zahlreiche andere ON [ortsnamen]
mit práfix elgjar-, schw. álg(a)- vielmehr zu elgr" (de Vries: Altnord. etymol.
wörterbuch: Elgisetr). Eftirfarandi ályktun Nordals kemur því fyrir lítið: „Ef
1) Sbr. aðra kenningu Bersa (1, 1):
knarrar hafts úthauðrs elda hoði.
knprr: skip,
haft þess (Sbr. haft á hesti og kenningarhlutann hranna hestr hér að ofan.): akkeri,
úthauðr (útland) þess: sjór (Á siglingu lá akkerið innan borðs.),
eldar sjávar: gull,
hoði þess, þ. e. sá, er býður gull: fémildur maður.