Andvari - 01.03.1968, Síða 177
ANDVARI
SONATORREK
175
hér væri að ræða um stofn, sem þýddi ,lieilagur‘, væri skiljanlegt, hvernig merk-
ingin hefur kvíslast; elgr kvk. og Elgr, smbr. vé og Véi.“
D. „Elgr, Qlgr, 01 gr (olgr s. s. olgr eða 0lgr), smbr. Helgi, Hplgi, Hplgi,
helzti, hplzti, hplzti o. s. frv.“ (S. N.). — Til þess að koma upp þessum saman-
burði og draga af honum þá ályktun, sem að framan getur, þarf Nordal
1) að leggja að líku ólík hljóð í skjóli ritháttar: Olgr — Hplgi, hplzti; 01gr
— H0lgi, h^lzti,
2) blanda saman tvenns konar framburði og tvenns konar stafsetningu: I lelgi
— Holgi, H^lgi; helzti — hplzti, h^lzti,
3) hafa að engu frummynd orðs: olgr, sem á sér tvímynd: plgr,
4) leggja að líku óskyld orð í skjóli framburðar og ritháttar, sem ruglað er
saman: EIgr — Olgr (eða Qlgr). En þó að hljóðin e og 0 skiptist á í orð-
um eins og helzti — hplzti og bókstafurinn o geti táknað sama hljóð
og o eða 0 í handritum, er sú ályktun, að orð með e sé sama sem orð
með o (eða p), af því að orðin séu að öðru leyti lík, sjónhverfing ein.
Elgr og Olgr (eða Qlgr) eru tvö orð óskyld, en helzti — hplzti eitt og sama
orðið, borið fram með tvennum hætti.
Þar sem enginn fótur sýnist vera fyrir Oðinsmerkingu „Elgjar“, verður að
hlít a því, sem heimildir greina og vitað er: að elgr er dýr af hjartaætt.
Orðið vargtré, sem fyrir kemur í 17. vísu Hamðismála, skýrir Finnur Jóns-
son svo (Lex. poet.): „træ hvori ugærningsmænd hængtes (eller træ, hvori en
ulv blev hængt ved siden af en forbrydergalge, jfr Soxo V).“ Önnur orð vís-
unnar benda til, að svigaskýring Finns sé réttari en hin: fundu ... systur son
sáran á meiði, vargtré vindkpld vestan hœjar. Ekki fer á milli mála, að systur
sonr (væntanlega Randvér) hafi verið hengdur á meiði, en auk meiðsins voru
vargtré, a. m. k. tvö. Það sannar lýsingarorðið vindkpld, sem stendur í fleirtölu.
„Saxi segir um tvo Danakonunga, Fróða Friðleifsson og Jörmunrek, að þeir
hafi látið úlfa fylgja í gálgann mönnum sem hengdir voru“ (Jón Helgason:
Kviður af Gotum og Húnum, 114. bls.). Þó að Jón Helgason dragi orð Saxa í
efa, eiga bæði þau og vargtré Hamðismála — eða siðurinn að hengja úlla —
stoð í 10. vísu Grímnismála, þar sem lýst er bústað Óðins: Vargr liangir fyr
vestan dyrr, ok drúpir prn yfir (Sbr. fyr vestan dyrr hér og vestan hœjar í Flamð.
17.). Um gleiðletruðu orðin segir Finnur Jónsson: „der menes et kunstigt ulve-
billede" (Lex. poet.: vargr 1), „et ulvebillede er fæstet op“ (Lex. poet.: hanga).
En þar sem verið er að lýsa Valhöll utan dyra (Sbr. hins vegar Grí. 9.), kemur
hér laus mynd, „fæstet op“, ekki til greina. Annaðhvort er átt við mynd af
hengdum úlfi, gerða á vegg Valhallar fyr vestan dyrr, eða — og miklu