Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 182
180
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARl
761 stendur jarðar, „sem er þó varla annað en tilgáta, en sú sennilegasta, sem
um er að ræða“ (S. N.).
rýnnisreið. Rýnni er kvenkynsorð at w-stofni, eins og kunnugt er, myndað
af lýsingarorðinu rýninn, sem komið er af rún og merkir: rúnafróður. í Fyrstu
mállræðiritgerðinni í Snorra-Eddu segir svo: „Skáld eru hyfundar allrar rýnni
eða málsgreinar sem ... logmenn laga."1 2) Engum getur dulizt, að „rýnni ...
málsgreinar" og „laga“ eru hliðstæð orð, stýrast öll af „hofundar“. Eins og lög-
menn semja lög, yrkja skáldin „rýnni eða málsgrein". Enn frernur er ljóst, að
„rýnni“ þýðir sarna eða svipað og „málsgrein". Og þar sem „skáld eru hgf-
undar“*) og vísuhelmingur með dróttkvæðum hætti fylgir umræddum orð-
um til skýringar, er engum vafa undir orpið, hvað „rýnni" merkir: rúnafræði,
skáldskapur í rúnurn (Sbr. fróðr — frœði: vísindi, en einnig: skáldskapur,
kvæði.). Ber hér að sama brunni og í Snorra-Eddu, þar sem segir: „En þat
hofum vér orðtak nú með oss at kalla gullit munntal þessa jptna, en vér felum
í rúnum eða í skáldskap svá, at vér kpllum þat mál eða orð eða tal þessa
jptna.“ Hér eru „rúnar“ og „skáldskapr" — eins og „mál eða orð eða tal“ — augljós
samheiti, og er það í samræmi við þá staðreynd, að í finnsku þýðir germanska
tökuorðið runo kvæði. Þá er þess að minnast, að í fornum kvæðum er talað
urn forna stafi í merkingunni fróðleikur. Var um aðra stafi að ræða en rúnir?
Og hefðu stafir orðið samheiti við frœði, hefðu engin fræði — önnur en kukl og
fáorð dánarvottorð á steinum — verið rúnum rist? Hvað sem öðru líður, hefur
höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar verið þaulkunnugur rúnum. Má ráða
það af þessum orðum: „Eigi er þat rúnanna kostr, þó at þú lesir vel eða ráðir
vel at líkindum, þar sem rúnar vísa óskýrt, heldr er þat þinn kostr.“ Þannig
kemst að orði sá einn, sem þekkir rúnir eins og fingurna á sér — og veit, að
aðrir gera það líka.
Hið samsetta orð: rýnnis-reið, er í hópi ljölda samsetninga, fornra og nýrra,
sem hafa að fyrri lið w-stofna-orð með afbrigðilegu eignarfalli, eins og atgónás-
1) 1 stað punktanna þriggja standa þessi orð: smiðir málsgreina e8a. Ljóst er, að skrifarinn
hefur farið orðavillt, þegar hann skrifaði málsgreina. Gömul ágizkun er, að í frumri i hafi staðið:
„Skáld eru hpfundar allrar rýnni eða málsgreinar sem smiðir gripa eða lpgntenn laga."
2) Merking orðsins hpfnndr cr hér í samræmi við uppruna þess (skylt so. hefja): upphafs-
maður, semjandi. Sést það einnig glöggt á framhaldi ofangreindra orða: „En þessa lund kvað
einn þeira [þ. e. skáldanna = höfundanna] eða þessu líkt:
Hpfðu hart of krafðir,
— hildr óx við þat, — skildir
gang, en gamlir sprungu,
gunnþings, éarnhringar."