Andvari - 01.03.1968, Síða 183
ANDVARI
SONATORREK
181
maðr, Berspglisvísitr, frændsemistala; athyglisverður, Hrawrprýðiskonur, leik-
fimishús. llndirrót liins albrigðilega eignarfalls er annars vegar sú, að orð af
w-stofni skortir eignarfallstákn, sem málvitundin saknar í samsetningum, liins
vegar, að „mörg orð, er upprunalega beygðust eins og elli, hafa farið yfir í ja-
beygingu hvk. orða“ (Alexander Jóhannesson: íslenzk tunga í fornöld, 217. bls.).
réttr grimu jarðar rýnnisreið, kenningarígildi með þágufallseinkunn, sem
fólgin er í flókinni kenningu.
gríma, þ. e. fyrir andliti,
jprð grímu (= grund grímu, 13. lv. Eg.): andlit;
rýnni: skáldskapur, bragur (Sbr. marka hlumr, 4. v.),
reið (vagn) bragar: brjóst (Sbr. bragar tún, Arbj. 25.);
andlits brjóst: enni.
Gerð þessarar kenningar er hin sama og gerð kenningarinnar Róða
vága vágs bróðir (8. v.).
réttr (Sbr. afréttr, yxnaréttr.) enni (þgf.), þ. e. sá réttur eða sú rétt, sem ennið
er rekið í: hjálmur. — Sbr. gprvar of her (14. v.).
Mália ek (ég má ekki) halda upp hjálmi: Eg drúpi höfði.
sóttar bruni (hdr. brime, þ. e. brími). Þar sem tungunni er tamara að kalla
sótthita bruna en eld (bruni = brennandi hiti), svo sem brunasótt sannar (= hita-
sótt á háu stigi eða „heiftugligr" sótthiti), tel ég víst, að séra Ketill hafi hér — sem
víðar — ruglað saman leggjum stafa. Sbr. vámæli (hdr. námæle) í 8. vísuorði og
skýringar við hlumpr (hdr. hlinwar) í 4. vísu. — Bragfræðilegar hliðstæður í Sona-
torreki eru m.a. þessar: npkkva bragi, undir flota (3. v.), Ægis mani (8. v.).
Efni síðari hluta 18. vísu og 19. vísu: Ég drúpi höfði, síðan sonur minn dó
á sóttarsæng, sá er ég veit, að í engu mátti vamm sitt vita og bar ekki öðrum
illt á brýn.
Eins og kunnugt er og áður getur, er hér urn að ræða Gunnar Egilsson. Þó
að Gunnarsminni sé aðeins hálf önnur vísa, er það sambærilegt við Böðvars-
þátt að því leyti, að í því eru niflyrði (síðari hluti 18. v.), svo að þau gerast ekki
myrkari annars staðar, en líka ylhýrt mál og heiðríkt (19. v.). Sérstaklega er at-
hyglisvert að bera sarnan hina rammgeru skáldamálshnúta Róða vága vágs bróðir
(8. v.) og grímu jarðar rýnnisreið (18. v.).
I Sonatorreki eru allmörg kafla- eða þáttaskil. Þau fara alls staðar saman við
vísnaskil nema í 18. vísu. Þar eru skil milli Böðvarsþáttar og Gunnarsminnis
inni í miðri vísu. Þetta er svo sérstakt, að einhverju hlýtur að gegna. Og líklegt
nrá heita, hvað skáldinu gengur til. Með þessum hætd er efni síðari hluta 18,