Andvari - 01.03.1968, Page 184
182
ÖLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDV/ RI
vísu tengt efni fyrri hluta vísunnar, þótt setningafræðilega sé síðari helmingur
18. vísu í beinu sambandi við 19. vísu. Þannig deilist í raun og veru umræddur
vísuhelmingur milli bræðranna Böðvars og Gunnars, um leið og hann tengir
þátt Böðvars og minni Gunnars: En Ægi get ég ckki gleymt. Ég dnípi höfði,
— síðan sonur minn dóá sóttarsæng.
20. vísa.
Ek man þat enn, es Gauta spjalli of hóf upp í goðheim ættar ask, þann es
óx af mér, ok kynvið kvánar minnar.
Ek man þat enn, þ. e. enn fremur. Þessi orð eru miðuð við kjarna Gunnars-
minnis: Ég drúpi höfði, síðan sonur minn dó, — og merkja: Ég hef ekki heldur
gleymt því.
sóttar hruni (19. v.) — Gauta spjalli (20. v.). Hér er um að ræða tvo aðila.
Annar nam ór heimi, hinn hóf upp í goðheim. Áreiðanlega voru þeir einnig
tveir, sem dóu, auk Böðvars, sem af Hfi hvarf á munvega, eftir að marr hafði
Egil miklu ræntan (10. v.). Egill hefur því misst þrjá sonu, þótt sagan geti
eins þeirra aðeins óbeint: „Egill ok Ásgerðr áttu b<?rn, þau er nefnd eru, —
Bpðvarr hét sonr þeira, annarr Gunnarr, ..." (LXVE kap.). Sennilega hefur
drengurinn ónefndi aldrei komizt á legg. Að minnsta kosti virðist skáldið ekki
hafa kynnzt honum nóg til þess að helga honum „eftirmæli“ eins og Böðvari
(11. og 12. v.) og Gunnari (s. hl. 19. v.). Og dánarorsakar er ekki getið (Sbr. hins
vegar 10. v. t. d. og 19. v.), en það gæti bent til, að barnið hafi dáið kornungt.
Gauta spjalli. Fráleitt merkir þessi kenning Óðin, þó að svo standi í fræði-
bókum (Lex. poet. o. fk). Fyrir það girðir stofn kenningarinnar, en spjalli —
eins og samheitið rúni — merkir jafnan einhvers konar málvin í eiginlegum
skilningi (t. d. gotna spjalli, ÞjóðA. 1, 6; rekka rúni, Ótt. 2, 8; hvort tveggja =
manna málvinr: höfðingi, Grótt. 8) eða jafningja (einkunn þá í et., t. d.
konungs spjalli: höfðingi, Elfr. 1, 5; Elrungnis spjalli: jötunn, Hym. 16; Þórs
rúni: Loki, Haustl. 8). Væri einkunnin eignarfall af Gautar (ft., þjóðflokkur),
gæti Gauta spjalli aðeins þýtt mennskan höfðingja, sem ríkt hefði í Gaut-
landi. En Gauta er vafalaust eignarfall af Óðinsheitinu Gauti (Sbr. Gauta
gildi: skáldamjöður, skáldskapur, Korm., 46. lv; Gauta setr: Ásgarður, Þdr. 8.).
Gauta spjalli er því einhver annar guð en Óðinn — og þá enginn annar
cn sonur hans: Þór.
ættar askr, sá es óx af mér, ok kynviðr kvánar minnar. Þar sem víst má telja,
að Skalla-Grímur, faðir Egils, hafi tignað Þór — eins og þorri bænda á víkinga-