Andvari - 01.03.1968, Síða 187
ANDVARI
SONATORREK
185
22. v’isa.
Ek blœtlia því Vilis bróður, góðs jaðar, at ek séak gjarn. Þó hefr Míms vinr
of fengnar mér bolva bœtr, ef telða et betra.
Vilis bróðir. „Vílir, m, Odins broder (vokalen er bestemt ved versemálet),
V-is bróðir, Odin“ (Finnur Jónsson, Lex. poet.). — I svigasetningunni gætir
sömu öfga og í orðum Magnúsar Olsens, sem rakin eru á 134. bls. hér að framan
(Sbr. enn frernur 164. bls.). An efa er skýring Sveinbjarnar Egilssonar rétt (Lex.
poet.): „VILIR, m., idem qu. Vili, Vilius, frater Odinis, Ý. 3; Vilis bróðir Odin.“
Sbr. tvímyndirnar vísi og vísir, svo og Mímir, sem er í eignarfalli ýmist Mímis
eða Míms.
góðs jaðarr. gótt: hið góða, jaðarr góðs: hinn fremsti alls þess, sem gott er.
Sbr. a) „Idann vas mest gótt mennskra manna“ (Idfr. 3, 29), b) ása jaðarr (Lok.
35), hers jaðarr (Fáfn. 36), folks jaðarr (Idhund. II, 42). — Einkunn kenningar-
innar góðs jaðarr er sambærileg við einkunnir kenninganna ftriggja niðjar
(2. v.) og allra tími (8. v.).
Fyrir góðs jaðar stendur í handritum Snorra-Eddu guð (R, W) eða goð (U,
757) jarðar (R, W, LI, 757), sem er augljós breyting kristins manns. Annar orða-
rnunur nefndra handrita og Ketilsbókar skiptir litlu eða engu merkingarlega.
Míms, hdr. mis-. Leshátturinn Míms hefur fullan stuðning í handritum
Snorra-Eddu (mims R, T; mms W; mimmss 757; mimis U). Sjá annars skýr-
ingar við 9. vísu: smiðs.
Sagnorðið telða er frumlagslaust. Undanskilið er (e)k.
Efni 22. vísu: Ég blóta Óðin ekki af alhug, þótt hann sé beztur hollra vætta.
Flins vegar veitti mér hinn vitri ás miskabætur, ef bregða skal hinu betra. —
Merkilegt verður það að teljast, að Egill heldur áfram að blóta Óðin þratt
fyrir allt.
23. vísa.
Ulfs ok bági vtgi vanr gofumk íþrótt vammi firrða ok fat geð, es ek gerða
mér vísa fjandr at vélpndttm.
ulfs ok bági. Einsætt virðist, að ok standi fyrir merkingarlaust of. Ok er
hins vegar býsna rótgróið, stendur bæði í Ketilsbók og fjórum al fimm handrit-
um Snorra-Eddu. Verður því ekkert við þessu orði hreyft, en vikið að því síðar.
ulfs bági, vígi vanr. Með þessum orðum leggur Egill áherzlu á tvennt: a)
Óðinn var andstæðingur Fenrisúlfs. b) Óðinn var herguð. Nú var það trú manna,