Andvari - 01.03.1968, Side 189
ANDVARI
SONATORREK
187
í Einarsnes, en sum kómu fyrir sunnan fjQrðinn, .... Þann dag spurði Egill
þessi tíðendi, ok þegar reið hann at leita líkanna; hann fann rétt lík Bpðvars;
tók liann þat upp ok setti í kné sér ok reið með út í Digranes til haugs Skalla-
Gríms“ (Egils saga, 243. bls.).
Efni 24. vísu: Að vísu veitist mér erfitt að hætta að hugsa um dauðann, því
að álandsvindurinn minnir á hann. En þess ber líka að minnast, að „glaðr ok
reifr skyli gumna hverr, unz sinn bíðr bana“ (Hávm. 15), og því mun ég hlíta.
í 24. vísu, niðurlagserindi Sonatorreks, vega salt, ef svo mætti segja,
útsynningurinn og hinn heiðni boðskapur um kjark og lífsgleði — líkt og böl
og bölva bætur í vísunum næst á undan. Þannig tekst skáldinu — í lok kvæð-
isins — „at létta upp pundaraskaptinu“.
EFNI OG EFNISSKIPUN
SONATORREKS
I. Inngangur.
1—3. Skáldið má vart mæla né koma við metum sínurn. Illa horfir um skáld-
skapinn. Andagiftin er inni byrgð og eigi auðleyst úr læðingi. Því veldur þung-
bær harmur. En sjórinn flotar „dverga skipi" (leysir andagiftina úr læðingi, knýr
skáldið til þess að yrkja).
II. Veldislo\.
4. Sá maður er eigi glaður, sem engist af harmi nakinn í hvílu sinni, því að
jafnlíklegt er, að ætt hans haldi velli, og hitt, að skáldið, sem orðið er skar, geri
konu barn.
III. Minni foreldra.
5. Þó mun ég fyrst geta andláts föður míns og rnóður. Þess skal minnzt í
hinzta kvæði mínu.
/E. Böðvarsþáttur.
A. Andlát.
6. Skelfilegt var það hlið, er aldan braut á frændgarði föður míns. Ég veit
sonar skarð, er sjórinn olli mér, standa ófullt og opið.